Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1982, Síða 132

Andvari - 01.01.1982, Síða 132
130 IIOLGER KJÆR ANDVARI lærdómur þannig fólginn í Faðirvori og Trúarjátningu. Síðar var við aukið Mar- íubæninni, Ave Maria. Hana er t. a. m. að finna í Kirkjulögum Jóns erkibiskups rauða í Noregi. Þau lög eru frá árinu 1277 og mæla svo fyrir, að hvert barn, sjö ára og eldra, skuli kunna credo, pater noster og Ave Maria. í bænabók- um síðmiðalda eru boðorðin tíu höfð með bænum þessum. Því má vera, að boðorðin tíu hafi í Iok miðalda verið skyldunámsefni barna. Skírnarvottum var falið að ábyrgjast kristindóms- fræðslu barna, en í reynd önnuðust for- eldrar og fósturforeldrar þetta þá og síð- ar. í norskri postillu frá lokum 14. ald- ar eru leikmenn þannig hvattir til að læra credo og pater noster til þess að geta kennt börnum sínum fræðin síðar. 1 Færeyinga sögu segir frá skemmti- legu atviki, er sýnir barnafræðslu eftir kristnitöku. Höfðinginn Þrándur í Golu hafði tekið í fóstur Sigmund, dótturson Sigmundar Brestissonar, er vinur var Ólafs Tryggvasonar. Nú er frá því sagt, að móðir Sigmundar, Þóra, kæmi til eyj- anna að vitja drengsins, en hann var þá 9 ára gamall. Er fundum þeirra mæðg- ina ber saman, spyr Þóra son sinn, hvað fóstri hans hafi kennt honum, „en hann kveðst numið hafa allar saksóknir að sækja og réttarfar sitt og annarra, og lá honum það greitt fyrir. Þá spyr hún, hvað fóstri hans hefði kennt honum í helgum fræðum. Sigmundur kveðst numið hafa pater noster og kredduna. Hún kveðst heyra vilja, og hann gerði svo, og þótti henni hann syngja pater noster til nokkurrar hlítar, en kredda Þrándar er á þessa leið: Gcingat eg einn út, fjórir mér fylgjct fimm guðs englar; ber eg bæn fyrir mér, bæn fyrir Kristi; syng eg sálma sjö, sjái guð hluta minn. Og í þessu kemur Þrándur í stofuna og spyr, hvað þau tali. Þóra svarar og segir, að Sigmundur son hennar hafi flutt fyrir henni fræði þau, er hann hafði kennt honum, - ,,og þyki mér engi mynd á,“ segir hún, „á kredó.“ „Því er svo háttað sem þú veizt,“ seg- ir Þrándur, „að Kristur átti tólf læri- sveina eða fleiri og kunni sína kreddu hver þeirra. Nú hefi eg mína kreddu, en þú þá, er þú hefir numið, og eru margar kreddur, og er slíkt,“ segir hann, „eigi á eina lund rétt.“ Þessi frásögn er ugglaust einn elztur vitnisburður um heimakennslu á Norð- urlöndum eftir kristnitöku. Að vísu hafði drengnum verið komið í fóstur, en áhyggja móðurinnar sýnir, að hún hefur talið það skyldu sína að ganga eftir því, að drengurinn nyti kristilegrar uppfræðslu. Þannig hefur málum ver- ið háttað öld fram af öld. Þráðurinn er órofinn frá einfaldri kristindóms- fræðslu miðaldaheimilisins til vorra daga, er móðirin enn kennir barni sínu Faðirvor í heimahúsi. Grundtvig er full- trúi þessarar arfleifðar. 1 ljóði til sonar síns kveðst hann hafa lagt börnurn sín- um orð trúarinnar á tungu hvern helgan dag, en farið með drottinlega bæn ásamt þeim daglega. Hér heldur skáldið fast við miðaldahefðina, þar sem Trúarjátn- ingin og Faðirvor eru upphaf og endir kristindómsfræðslunnar. Þessi þráður slitnar ekki við siðbyltinguna. I Fræðum Lúthers er að finna efni, er skotið hafði rótum í kaþólsku, og sjálfur leitar Lúth- er aðstoðar heimilanna, eins og kaþólska kirkjan. I kjölfar siðbyltingar á Norðurlönd-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.