Andvari - 01.01.2002, Page 7
Frá ritstjóra
Að þessu sinni er efni Andvara að mestu helgað tveimur mönnum sem báðir
áttu aldarafmæli árið 2002, stjómmálamanninum Einari Olgeirssyni og
skáldinu Halldóri Kiljan Laxness. Báðir settu mikinn svip á öldina sem leið.
Um Einar birtist hér ítarlegur æviþáttur og þrjár ritgerðir sem varða verk
Halldórs. Um þau efni hefur mikið verið skrifað á síðustu árum, meðal ann-
ars nokkrar greinar í Andvara, og ekki vafi á að slíkum athugunum mun
fjölga mjög í framtíðinni. En við því er að búast að verk Halldórs muni horfa
öðru vísi við nýrri kynslóð en þeim tveimur sem á undan fóru, þeirri sem var
samtíða hinum umdeilda Halldóri Kiljan og þeirri næstu sem ólst upp í
djúpri virðingu fyrir Nóbelsskáldinu Halldóri Laxness. Stundum er sagt að í
þriðju kynslóð leiti mat á áhrifamiklum mönnurn jafnvægis, ævistarf þeirra
sé þá metið af hlutlægni, án þeirrar andúðar eða dýrkunar sem einkenndi við-
horf fyrri kynslóða. Það væri vel að svo færi um Halldór, en á móti kemur að
slíkt temprað og ástríðulaust viðhorf snýst auðveldlega í tómlæti. Vonandi
mun skáldskapur Halldórs Kiljans Laxness áfram geta hrært íslenska les-
endur til viðbragða. Bregðist það er fremur ástæða til að ætla að skýringar-
innar sé að leita í daufu menningarlífi samtíðarinnar en því að salt verkanna
sjálfra hafi dofnað.
Einar Olgeirsson var einn helsti forustumaður róttækra sósíalista á íslandi
á sinni tíð. Hann var í fremstu röð þeirra sem stofnuðu Kommúnistaflokk
Islands og síðar Sósíalistaflokkinn, og formaður hans var Einar lengst af
meðan sá flokkur starfaði. Kommúnistar horfðu mjög til Sovétríkjanna og
Einar var sá foringi þeirra sem mest samskipti hafði við Moskvu. í seinni tíð,
eftir að Sovétríkin hrundu, hafa slíkir menn verið minna metnir en fyrr. Það
þykir ekki fínt að halda nafni þeirra og minningu á loft. Þeir eru taldir hafa
verið í besta falli auðtrúa og einfaldir, ef ekki annað verra, óheiðarlegir, þótt
slíkar getsakir séu í flestum tilvikum alls ómaklegar. En svo er komið að
jafnvel foringjar samtaka sem þessir menn stofnuðu til hætta vart á að votta
minningu þeirra virðingu sína. Það fór ekki mikið fyrir því í fyrra að þeir sem
nú stýra bókmenntafélaginu Máli og menningu minntust hins ötula forvígis-
manns Kristins E. Andréssonar á aldarafmæli hans.
Það er létt verk og löðurmannlegt að gera hróp að fyrri tíðar mönnum fyrir
það sem þeim missást. Þeir sem trúðu á kommúnismann eins og hann var