Andvari - 01.01.2002, Qupperneq 14
12
SIGURÐUR RAGNARSSON
ANDVARI
unum Barði, Hamarskoti og Kotá og frá 1895 voru allar þessar jarðir
komnar í lögsagnarumdæmi Akureyrar. Þau Júlíus og María eignuðust
síðar Barð og bjuggu þar til æviloka. Þar bjó einnig alla tíð Kristrún,
föðursystir Einars, betur þekkt sem Rúna í Barði. Hún starfaði um ára-
tugaskeið við ræstingar á húsi Gagnfræðaskólans og síðar Menntaskól-
ans á Akureyri, og minntist Sigurður Guðmundsson skólameistari
hennar fagurlega við skólaslit 1937 á 25 ára starfsafmæli hennar.2)
María Flóventsdóttir, amma Einars, var kona hagmælt og höfðingja-
djörf. Hún var málvina Matthíasar Jochumssonar, en skáldið var tíður
kaffigestur í litla eldhúsinu hjá Maríu á gönguferðum sínum um brekk-
una á Akureyri. Hann launaði henni gestrisnina með því að yrkja til
hennar kvæði á sjötugsafmæli hennar árið 1918. Mjög náið var með
þeim Einari og Maríu, ömmu hans, og enga konu dáði hann meir. Til
marks um það er, að allt til dánardags bar hann á sér örlitla, snjáða
mynd hennar.
Þegar þau Júlíus og María fluttust í Barð var þar lítill torfbær, en
sumarið 1900 varð þar breyting á. Laust fyrir aldamótin dvöldust
danskir vísindamenn á Akureyri við norðurljósarannsóknir, og reistu
þeir litla rannsóknarstöð í því skyni. Þegar þeir fóru af landi brott sum-
arið 1900 var haldið uppboð á rannsóknarstöðinni. Keypti Olgeir Júlí-
usson húsið og reisti það að Barði, tvö herbergi og örlítið eldhús.
Aður en þau Olgeir og Solveig gengu í hjónaband hafði Solveig
verið í vist hjá Jóni Norðmann kaupmanni á Akureyri og Jórunni konu
hans, uppeldissystur sinni á Hraunum. Olgeir hafði nurnið bakaraiðn
hjá C. Hinrik Schiöth á Akureyri og einnig dvalist um eins árs skeið í
Noregi við nám og störf í iðn sinni. Hann hafði einnig haft afskipti af
verkalýðsmálum, er hann tók þátt í að stofna Verkamannafélag Akur-
eyrar (hið eldra) árið 1897 og varð ritari í fyrstu stjórn þess. Það félag
er trúlega fyrsta félag almennra verkamanna, sem stofnað var hér á
landi. Arið 1902 varð Olgeir verkstjóri hjá nýju fyrirtæki, Brauðgjörð-
arfélaginu á Akureyri, og starfaði þar næstu árin. En hugur Olgeirs stóð
til að verða sjálfs sín herra. Því réðst hann í það í árslok 1907 að kaupa
húseign og rekstur Brauðgjörðarfélagsins. Hér var mikið í fang færst,
og því kom það sem reiðarslag, er eldur kom upp í brauðgerðarhúsinu
þann 5. júlí árið 1908. Fjölskyldan og aðrir íbúar hússins sluppu lifandi
úr eldinum, en tjónið var afar tilfinnanlegt: húsið óíbúðarhæft og ekki
hægt að baka brauð lengur. Olgeir stóð frammi fyrir þeim kalda veru-
leika, að hann var gjaldþrota. Við þessar aðstæður var ekki unnt að