Andvari - 01.01.2002, Qupperneq 16
14
SIGURÐUR RAGNARSSON
ANDVARI
halda fjölskyldunni saman. Hófst nú hálfgert flökkulíf hjá Einari, sem
varði allmörg næstu árin. Arið 1908 fór hann að Hraunum til Guð-
mundar Davíðssonar og Olafar Einarsdóttur. Minntist hann ætíð dval-
arinnar þar með hlýhug. Veturinn 1909-1910 bjó Einar á Siglufirði
með foreldrum sínum og Maríu, systur sinni, en haustið 1910 bauðst
Olgeiri vinna sem bakari fyrir sunnan. Varð það til þess, að fjölskyldan
gat öll sameinast að nýju og bjó hún í Hafnarfirði næstu árin. í Hafn-
arfirði vann Einar í fyrsta sinn fyrir kaupi, þegar hann fékkst við að
breiða fisk fyrir tíu aura á tímann. Verkalaunin notaði hann til að kaupa
sér Islendingasögurnar. Það var líka á Hafnarfjarðarárunum, sem Einar
lét fyrst til sín taka á stjórnmálavettvangi, ef svo má að orði komast.
Undanfari þess var frægur atburður í sjálfstæðisbaráttunni, fánatakan á
Reykjavíkurhöfn 12. júní 1913.3) Nokkrum dögum síðar, 17. júní,
flögguðu allir í Hafnarfirði með bláhvíta fánanum, utan hvað danski
fáninn var dreginn að húni á pósthúsi bæjarins á þessum afmælisdegi
Jóns Sigurðssonar. Þeir Einar og félagi hans, Friðrik Arason Hólm,
fóru þá tilhvattir og skáru danska fánann niður. Var þessi verknaður
þeirra kærður, þótt engin yrðu eftirmálin. Haustið 1913 fluttist fjöl-
skyldan til Reykjavíkur, og næsta vetur gekk Einar í Bamaskóla
Reykjavíkur, þar sem þeir Jörundur Brynjólfsson, síðar alþingisforseti,
og Helgi Hjörvar, síðar kunnur útvarpsmaður, voru meðal kennara
hans. Vorið 1914 fór Olgeir norður á Akureyri til að vinna þar sem bak-
ari, en Solveig var áfram fyrir sunnan, þar sem hún réð sig í vist og
hafði Einar hjá sér. Um haustið 1914 var afráðið, að Einar færi norður
og yrði hjá afa sínum og ömmu í Barði. Jafnframt hóf hann nám í
Gagnfræðaskólanum á Akureyri, aðeins tólf ára gamall. Friðrik föður-
bróðir hans, sem þá var heima í Barði, gaf honum allar bækurnar, sem
lesa þurfti í 1. bekk. Einar lauk gagnfræðaprófi 30. maí 1917 eftir
þriggja ára nám. Hæsta einkunn hans á gagnfræðaprófinu var í sögu og
félagsfræði og má af því sjá hvert hugurinn stefndi. Sjálfur taldi Einar,
að hann hefði verið allt of ungur til að gagnast námið til fulls, enda
voru sumir bekkjarbræður hans, eins og t.d. Hermann Jónasson, tví-
tugir.
Fjölskyldan var nú öll sameinuð á Akureyri og vænkaðist hagur
hennar, er Olgeir var ráðinn umsjónarmaður eða næturvörður við gisti-
húsið og greiðasölustaðinn Caroline Rest, en íbúðarhúsnæði fylgdi
starfinu.
Einar var heima veturinn eftir gagnfræðaprófið. Dag einn um