Andvari - 01.01.2002, Síða 18
16
SIGURÐUR RAGNARSSON
ANDVARI
Hátíðarhöld í tilefni þess atburðar fóru fram í skugga spænsku veik-
innar, en tímamótanna var minnst með athöfn fyrir framan stjómar-
ráðshúsið. Einar var þá orðinn rólfær eftir veikindin og fór til að vera
viðstaddur athöfnina. Það orkaði sterkt á hann að sjá íslenska fánann
dreginn að húni í stað hins danska, en gleði hans var þó ekki fölskva-
laus, því að hann, líkt og fleiri skólapiltar, fylgdi Benedikt Sveinssyni
og Magnúsi Torfasyni að málum og þótti ótækt, að borgararéttur
Islendinga og Dana ætti að vera sameiginlegur.3)
Veturinn 1919-1920, þegar Einar var í 5. bekk, bar hátt innan skól-
ans umræður um framtíðarskipulag hans og tilhögun kennslunnar.4)
Raunar hafði um skeið gætt nokkurrar óánægju með skólastarfið í hópi
nemenda. Forseti Framtíðarinnar, Jóhann Jónsson skáld, hafði m. a.
látið svo um mælt á fundi í félaginu í janúar 1919, að í skólanum ríkti
ekki aðeins kyrrstaða, heldur væri þar allt í afturför, og kennslan ein-
kenndist af ofuráherslu á þululærdóm. Kveikja hinnar fjörugu skóla-
málaumræðu var samþykkt þingsályktunartillögu á alþingi 1919, sem
fól landsstjórninni að taka málefni menntaskólans til gagngerrar athug-
unar. Það sem einkum vakti fyrir flutningsmönnum tillögunnar var að
breyta skólanum aftur í lærðan skóla með því að færa námsefni þriggja
neðstu bekkja skólans aftur í það horf, sem verið hafði fyrir kerfis-
breytinguna 1904. Þá hafði grískukennsla verið aflögð við skólann, en
stórlega dregið úr latínukennslu. Ein helsta röksemd þeirra, sem vildu
þannig stíga skrefið til baka, var sú, að menntunarástandi stúdenta
hefði hrakað eftir að nýja reglugerðin tók gildi.
Einar fékk þá hugmynd á jólagleði skólans þetta ár, að nemendur
tækju skólamálin til umræðu og settu fram sínar hugmyndir um breyt-
ingar á skólanum. í fyrstu var umræðan bundin við nemendur 5.
bekkjar, en það breyttist eftir að landsstjórnin skipaði prófessorana
Guðmund Finnbogason og Sigurð Sívertsen í nefnd þann 12. mars
1920 til að gera tillögur um breytingar á skólamálum í anda þings-
ályktunar alþingis frá árinu áður. Einar tók sig nú til ásamt þeim Krist-
jáni Þorgeiri Jónssyni, síðar presti, og Þórði Eyjólfssyni, síðar hæsta-
réttardómara, og sömdu þeir skjal með tillögum til breytinga á skól-
anum. Frumkvæði Einars og allur hlutur hans að þessu máli sýnir svo
ekki verður um villst, að snemma beygðist krókurinn til þess er verða
vildi um forystu- og málafylgjuhæfileika hans. Hann hafði framsögu
um málið á nemendafundi lærdómsdeildar, sem haldinn var 14. apríl,
og var við það tækifæri kjörinn formaður nefndar, sem vinna skyldi