Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2002, Side 20

Andvari - 01.01.2002, Side 20
18 SIGURÐUR RAGNARSSON ANDVARI og samkeppnina og að þess háttar væri óhjákvæmilegt í mannlegu samfélagi“.5) En nú fór þjóðfélagsveruleikinn að knýja á hugann. Ljóðabók Guðmundar Guðmundssonar, Friður á jörðu, sem Einar eignaðist vorið 1918, varð fyrst til að vekja hann til alvarlegrar umhugsunar um málefni mannfélagsins. Þá tóku „gömul goð... að hrynja af stalli, ljóminn að fara af hernaðarhetjunum dáðu allt frá Karli 12. og blástökkum hans til Napóleons mikla“.6) Næst hreifst Einar af georgismanum og kynnti sér þá stefnu bæði af bókum og í viðræðum við Stefán Pjetursson. Sú stefna er kennd við Bandaríkjamanninn Henry George, og útlistar hann hugmyndir sínar í bókinni Progress and Poverty, sem Einar las í danskri þýðingu. Megininntak kenninga hans var það, að allir gætu orðið bjargálna, ef lagður væri á jarðskattur. Jörðin væri sameign allra manna og hana ætti að meðhöndla sem slíka. Þegar jarðnæði hækkaði í verði fyrir tilstilli sameiginlegra verka sam- félagsins, ætti að skattleggja þann verðmætisauka og verja honum til almenningsheilla. Hugmyndir georgismans höfðu á þessum árum unnið sér nokkurn hljómgrunn á Islandi. Til marks um það var útgáfa tímaritsins Réttar, en Þórólfur Sigurðsson í Baldursheimi í Mývatns- sveit stofnaði það árið 1915 til að boða þá stefnu. Tvö síðustu námsár sín í menntaskóla las Einar á norðurlandamálum ýmis rit um þjóðfélagsmál, sem hann hafði aðgang að á Landsbóka- safni. Meðal þeirra voru verk eftir ýmsa fræðimenn bolsévika í Rúss- landi, svo sem Nikolai Búkharín og Karl Radek, enda var hugur hans tekinn að hneigjast að sósíalisma. En það var lestur einnar bókar, sem að sögn Einars rak smiðshöggið á að gera hann að sósíalista. Það var bókin Samhjálp eftir Pjotr Krapotkin, einn fremsta fræðimann anark- ismans. Einar sagði síðar: „Af lestri hennar sannfærðist ég um, að sam- hjálp væri undirrótin að framförum mannanna og nauðsynleg fyrir skynsamlegt mannfélag, en ekki hitt, að hver og einn sé að ota sínum tota og menn eigi í þrotlausri keppni og stríði hver við annan“.7) Síð- asta vetur Einars í menntaskólanum setti Jón Ofeigsson honum og bekkjarfélögum hans fyrir að skrifa ritgerð á dönsku um efnið „Mit ideal“ eða Hugsjón mín. Einar og tveir bekkjarfélagar hans skrifuðu um kommúnismann og sýnir það á hvaða leið hann og fleiri ungir menn voru um þessar mundir. Það var þó ekki bóklestur einn, sem mótaði hin nýju þjóðfélagsviðhorf Einars, heldur komu þar einnig til margháttuð áhrif frá umhverfinu jafnt nær sem fjær. Af erlendum vettvangi má nefna innbyrðis heimsstyrjöld auðvaldsríkjanna
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.