Andvari - 01.01.2002, Síða 21
andvari
EINAR OLGEIRSSON
19
(1914-1918), sem kostað hafði ægilegar blóðfórnir af hálfu alþýðu
þessara landa. Þá var rússneska byltingin nýafstaðin. Á árinu 1917
hafði undirokuðum stéttum Rússlands heppnast að ná völdum af yfir-
stéttunum og byltingarstjórninni tókst að halda velli þrátt fyrir hat-
ramma andstöðu innanlands sem utan. Rússneska byltingin kom miklu
róti á hugi manna um heim allan og vakti þær vonir með mörgum, að
alþýða annarra landa færi að dæmi hinnar rússnesku og varpaði af sér
°ki auðvalds, konunga og keisara. Byltingin og einnig endalok stríðs-
*ns 1918 leystu úr læðingi róttæka strauma og byltingarólgu um alla
Evrópu, þannig að ýmis teikn voru á lofti um að slíkar vonir gætu ræst.
Nýr þjóðfélagsveruleiki innanlands orkaði í sömu átt. Kapítalískir
atvinnu- og búskaparhættir höfðu verið að festa sig í sessi á tveimur
fyrstu áratugum aldarinnar. Einkum átti það við um Reykjavík, sem
var miðstöð ört vaxandi togaraútgerðar, en togaraútgerðin fól í sér eins
honar ígildi iðnbyltingar hér á landi. Af þessari þróun leiddi skarpari
stéttaandstæður, tilkomu stéttarsamtaka verkafólks og sjómanna og
harðnandi stéttabaráttu. Nægir í því sambandi að minna á stofnun
^erkamannafélagsins Dagsbrúnar 1906, Verkakvennafélagsins Fram-
sóknar 1914, Hásetafélags Reykjavíkur 1915 og Alþýðusambands
Islands 1916, hafnarverkfallið 1913 og hásetaverkfallið 1916. Hin
tnikla dýrtíð á stríðsárunum skerpti líka andstæðumar í samfélaginu.
Jafnframt því að vera heildarsamtök verkalýðs var Alþýðusambandinu
tetlað að vera stjórnmálaflokkur jafnaðarmanna. Ekkert jafnaðar-
■itannafélag var þó meðal aðildarfélaga Alþýðusambandsins í upphafi.
Eað breyttist þann 17. mars 1917, þegar Jafnaðarmannafélag Reykja-
yíkur var stofnað. Einmitt þessi árin voru jafnaðarmenn líka að koma
hlaðaútgáfu sinni á fastan grundvöll, fyrst með útgáfu vikublaðsins
Dagsbrúnar 1915-1919, og síðan með útgáfu Alþýðublaðsins sem
dagblaðs frá haustinu 1919, en Ólafur Friðriksson, áhrifamesti braut-
'yðjandi verkalýðshreyfingar og jafnaðarstefnu hér á landi, ritstýrði
Peirn báðum. Einar kynntist Ólafi persónulega síðasta vetur sinn í
skóla og heimsótti hann alloft.
Skólaárið 1920-1921, síðasta vetur Einars í skóla, var fjörug þjóð-
ejags- og stjórnmálaumræða í Framtíðinni. Þar voru m. a. eftirfarandi
e^n' E1 umræðu á sérstökum fundum: „verkföll, jafnaðarmennska, sós-
'alismus, jarðeignaréttur og alþingiskosningarnar 1921“.8) Á síðast-
htlda fundinum hélt Einar fyrstu opinberu stjórnmálaræðu sína til
stuðnings framboðslista Alþýðuflokksins undir forystu Jóns Baldvins-