Andvari - 01.01.2002, Qupperneq 24
22
SIGURÐUR RAGNARSSON
ANDVARI
Síðar fluttust þeir hver í sitt herbergi, þegar þeir sáu að þeir höfðu efni
á því. Þeir innrituðu sig allir í nám við Friedrich Wilhelm Universitát
við Unter den Linden, Einar í þýska og enska bókmenntasögu og
tungu, Kristinn í hagfræði og Stefán í sagnfræði.4) Sama haustið og
Einar kom til Berlínar gekk hann í stúdentalið kommúnista í háskól-
anum og varð þá um leið félagi í Kommúnistaflokki Þýskalands. Eftir
að meirihluti flokks Óháðra sósíaldemókrata ákvað að ganga til sam-
einingar við Kommúnistaflokkinn árið 1922, varð hann að raunveru-
legum fjöldaflokki, sem lét mikið að sér kveða.5> Það átti við jafnt á
sviði stjórnmálanna sem stéttabaráttunnar, en ekki síður í menningar-
geiranum, því að margir af fremstu rithöfundum og listamönnum Þjóð-
verja voru að einhverju leyti byltingarsinnaðir í stjórnmálum og ýmist
félagar í Kommúnistaflokknum eða stóðu honum nærri. Þarna kynnt-
ist Einar því í návígi, hve virkur stuðningur rithöfunda og listamanna
við hagsmuna- og réttindabaráttu verkalýðsstéttarinnar gat skipt miklu
máli. Einar tók virkan þátt í flokksstarfi og sótti flokksþing Kommún-
istaflokksins, sem haldið var í Leipzig í febrúar 1923. Haustið 1923,
þegar Kommúnistaflokkurinn var tímabundið í banni vegna misheppn-
aðrar byltingartilraunar í Hamborg, tók Einar þátt í eina pólitíska leyni-
fundinum, sem hann sat um dagana. Þeir félagamir tóku einnig virkan
þátt í ýmsum fjöldaaðgerðum, sem kommúnistar efndu til, svo sem
kröfugöngum 1. maí 1922 og 1923. Eftirminnilegust varð Einari mót-
mælaganga vegna morðsins á Walther Rathenau, utanríkisráðherra
Weimarlýðveldisins, í júní 1922.6) Hann var eitt fjölmargra fómar-
lamba morðingja úr röðum ofstækisfullra, þýskra þjóðernissinna, sem
mjög óðu uppi þessi misserin. Rathenau var iðjuhöldur af gyðinga-
ættum og átti sitt pólitíska heimkynni í Þýska lýðræðisflokknum. Hann
hafði einkum unnið sér til óhelgi að vilja standa við skuldbindingar
Versalasamninganna. Það var víðtæk samfylking kommúnista, sósíal-
demókrata og lýðræðissinna úr borgarastétt, sem stóð að þessari mót-
mælagöngu.
En það var ekki bara, að Berlín væri mikil pólitísk deigla og vett-
vangur heimssögulegra atburða, heldur var hún þessi árin og hin næstu
sannkölluð háborg menningar og lista, „um árabil var andlegur og
menningarlegur miðdepill heimsins ekki við Signu heldur við Spree“.7)
I Berlín voru gefin út 150 blöð og tímarit, þar voru starfrækt 35 leik-
hús og 20 tónleikasalir. Lista- og menningarlífið einkenndist af frum-
legri sköpunargáfu og sköpunargleði, ögrandi nýjungagirni og til-