Andvari - 01.01.2002, Síða 25
ANDVARI
EINAR OLGEIRSSON
23
raunastarfsemi, ferskleika, róttækni og uppreisnarhug gegn viðteknum
gildum.8) Sérstaklega virðist hið fjöruga og blómlega leikhúslíf hafa
höfðað til Einars, jafnt sýningar nútímaleikrita sem klassísk verk.9) Það
hefur augljóslega verið ómetanlegur lærdómur og lífsreynsla fyrir hina
ungu, íslensku stúdenta að kynnast margþættri og frjórri menningu
Þýskalands þessara ára.
Auk sjálfs háskólanámsins lögðu Einar og félagar hans mikla stund
á að kynna sér ýmis rit marxismans og íhuga og rökræða marxísk
fræði. Brynjólfur Bjarnason hafði snemma árs 1923, samkvæmt hvatn-
utgu þeirra Einars og Stefáns, flutt sig um set frá Kaupmannahöfn, þar
sem hann hafði verið við nám, og til Berlínar. Brynjólfi segist svo frá,
að þeir þremenningar hafi á hverjum degi komið saman á litlu kaffi-
húsi og drukkið síðdegiskaffi. Þar ræddu þeir næstum eingöngu stjórn-
mál og vildi teygjast úr þeim umræðum, enda gerðust svo að segja á
hverjum degi atburðir, sem gátu orðið örlagalíkir fyrir framvinduna f
Evrópu og í heiminum.10)
Stúdentarnir í Berlín héldu sambandi við vini og skoðanabræður,
sem dvöldust við nám í öðrum borgum Þýskalands. Þeir fóru t. d. oft
hl Leipzig að heimsækja Ársæl Sigurðsson, Arnfinn Jónsson, Jóhann
Jónsson skáld og fleiri, enda leiðin ekki löng milli borganna. Þá fengu
beir heimsóknir margra íslendinga, sem áttu leið um Berlín. Olafur
Priðriksson gisti t.d. hjá Stefáni Pjeturssyni í ársbyrjun 1923 á heim-
leið af 4. þingi Alþjóðasambands kommúnista. Raunar þótti Kristni
Guðmundssyni gestanauðin slík, að lítið næði gæfist til að stunda
námið, og átti það sinn þátt í að hann fór aftur til Kiel.U)
Seint á árinu 1922 tóku þeir Einar og Stefán Pjetursson sér fyrir
hendur að þýða Kommúnistaávarpið á íslensku, en fram til þess tíma
hafði ekkert rit eftir þá Karl Marx eða Friedrich Engels komið út á
íslensku. Svo hafði um samist, að Jafnaðarmannafélag Reykjavíkur
S^efi ritið út, og skiluðu þeir félagar þýðingunni af sér vorið 1923 með
f°rmála eftir Stefán. Útgáfan dróst þó nokkuð, því ritið kom ekki út
fyrr en 1924, eftir að Einar kom heim frá Berlín. Það var prentað
norður á Akureyri og kom út í 5000 eintökum.12)
Vorið 1923 samþykkti Jafnaðarmannafélag Reykjavíkur að fela
þremur úr hópi kommúnistanna ungu í Þýskalandi, þeim Einari, Ársæli
Sigurðssyni og Stefáni Pjeturssyni, að mynda nefnd til að halda uppi
samskiptum við skoðanabræður erlendis. Þeir þremenningar, ásamt
^rynjólfi, skrifuðu Jafnaðarmannafélaginu þann 10. ágúst og stað-