Andvari - 01.01.2002, Side 28
26
SIGURÐUR RAGNARSSON
ANDVARI
jónssynir frá Sandi höfðu stofnað 1918, og var Halldór ritstjóri þess.2)
Staðan í verkalýðsmálunum var þó allt annað en góð. íhaldsmenn
höfðu náð tökum á stjórn Verkamannafélagsins í ársbyrjun 1924, en í
bæjarstjórnarkosningum árið áður hafði þeim tekist að kljúfa raðir
verkamanna með sprengiframboði. Af þessu sést, að Verkamannafé-
lagið, aðalfélag Alþýðuflokksins á Akureyri, var ekki svo samhent sem
skyldi og brýnt að styrkja innviði þess.
A stjórnmálasviðinu var ástandið síst betra. I alþingiskosningunum
haustið 1923 náði íhaldsmaðurinn Björn Líndal kjöri sem þingmaður
Akureyringa. Hlaut hann 656 atkvæði og felldi úr þingsæti framsókn-
armanninn Magnús Kristjánsson, forstjóra Landsverslunar, sem fékk
613 atkvæði, en hann naut einnig stuðnings Alþýðuflokksins. Engin
eiginleg stjórnmálafélög flokkanna voru þá starfandi í bænum, en
framsóknarmenn og jafnaðarmenn höfðu myndað sameiginlegt 15
manna fulltrúaráð, skipað 10 framsóknarmönnum og fimm Alþýðu-
flokksmönnum. Hafði ráðið það hlutverk að ákveða framboð til
alþingis fyrir vinstri flokkana. Skipan fulltrúaráðsins sýnir ljóslega,
hverjir höfðu undirtökin í þessu samstarfi.
Sú mynd, sem hér hefur verið brugðið upp af ástandinu í
verkalýðsmálum og á stjórnmálasviðinu, sýnir glöggt, að frá sósíalísku
sjónarmiði var hér ærið verk að vinna. Eins og málið horfði við Einari
Olgeirssyni var tvennt brýnast: Annars vegar þurfti að efla
verkalýðsfélögin, en jafnframt að vekja og styrkja sósíalíska vitund
þeirra, sem þar voru félagsbundnir, og hins vegar að sjá til þess, að hin
sósíalíska verkalýðshreyfing yrði fær um að taka forystu fyrir vinstri
öflunum. Þessi markmið yrðu ekki að veruleika, nema fyrir þrotlaust
starf og mikla baráttu, en í því efni var Einar reiðubúinn að kosta sér
öllum til.
Fljótlega eftir heimkomuna hóf Einar reglubundin greinaskrif í
Verkamanninn, þar sem hann fjallaði um málefni verkalýðshreyfingar-
innar og kenningar sósíalismans frá ýmsum hliðum. I fyrstu merkti
hann greinar sínar með stafnum K (kommúnisti), en síðar einnig með
öðrum hætti. Fyrsta greinin, sem Einar skrifaði í Verkamanninn undir
fullu nafni, birtist 24. febrúar 1925, og fjallaði hún um áform ríkis-
stjórnar Ihaldsflokksins um stofnun ríkislögreglu, en Alþýðuflokks-
menn töldu henni ekki síst beint gegn verkalýðshreyfingunni.
Hinn 3. júlí 1924 stofnuðu Einar og nokkrir félagar hans Jafnaðar-
mannafélagið á Akureyri. Voru stofnendur 12 eða postulatalan. Til-