Andvari - 01.01.2002, Side 30
28
SIGURÐUR RAGNARSSON
ANDVARl
íslensku. Því var ráðist í að panta nokkurt safn sósíalískra bóka frá
útgáfufyrirtæki Verkamannaflokksins í Noregi. Sá flokkur hafði um
skeið verið aðili að Komintern, alþjóðasambandi kommúnista, en stóð
nú utan alþjóðasambandanna beggja. A fundi félagsins hinn 20. maí
1925 var frá því greint, að bókasendingin væri komin í hendur stjórn-
inni.4) Hér var á ferð fjölskrúðugt úrval bóka, rit eftir Marx og Engels,
Lenín og Trotskí, Búkharín og Preobrasjenskí, Krapotkín og fleiri.
Raunar lagði Jafnaðarmannafélagið einnig sitt af mörkum til að auðga
fátæklegan akur sósíalískra bókmennta á íslensku með því að gefa
árið 1928 út þýðingu þeirra Einars og Steinþórs Guðmundssonar á riti
Friedrichs Engels, Die Entwicklung des Sozialismus von Utopie zur
Wissenschaft, sem þeir félagar nefndu í þýðingunni Þróun jafnaðar-
stefnunnar. Draumsýn verður að vísindum. Jafnaðarmannafélagið
varð aldrei ýkja fjölmennt, og mesta fundarsókn, sem getið er um í
gerðabók þess, er um 80 manns. Pólitískt mikilvægi þess verður þó
ekki dregið í efa, því að þar fengu margir, sem síðar skipuðu forystu-
sveit verkalýðshreyfingarinnar á Akureyri, pólitískt uppeldi og
skólun.5) Fróðlegt er að lesa vitnisburð Jóhanns J. E. Kúld, fyrsta for-
manns Sjómannafélags Norðurlands, í því sambandi: „[13. febrúar
1928] gekk ég í Jafnaðarmannafélag Akureyrar, en í þeim stjórnmála-
samtökum voru flestir úr forystuliði verkalýðsfélaganna. Þetta félag
var allt í senn: Baráttufélag fyrir betra þjóðfélagi, umræðufélag um
almenn landsmál, og félagsmálaskóli, þar sem reynt var að gera sem
flesta þátttakendur í umræðum. Einar Olgeirsson var lífið og sálin í
þessum félagsskap, fullur af eldmóði og óþreytandi við að reifa ný
mál á fundum. Fundir urðu því oft bæði lærdómsríkir og skemmti-
legir.“6)
Síðla árs 1924 var að frumkvæði Jafnaðarmannafélagsins stofnað
fulltrúaráð verkalýðsfélaganna á Akureyri. Að því stóðu verkalýðsfé-
lögin tvö auk Jafnaðarmannafélagins. Tímasetningin tengist vafalaust
því, að bæjarstjórnarkosningar fóru í hönd í janúar 1925. Markmiðið
með stofnun fulltrúaráðsins var að árétta sjálfstæði Alþýðuflokksins
gagnvart Framsóknarflokknum, en jafnframt að freista þess að ná for-
ystunni í baráttunni við íhaldsöflin í bænum. Þetta tókst, því að í bæj-
arstjórnarkosningum í janúar 1927 varð Alþýðuflokkurinn stærsti
flokkurinn á Akureyri. Þegar þau úrslit lágu fyrir, var framsóknar-
mönnum tilkynnt, að Alþýðuflokkurinn hygðist bjóða fram við þing-
kosningarnar þá um sumarið, og jafnaðarmenn ætluðust til að fá stuðn-