Andvari - 01.01.2002, Page 39
andvari
EINAR OLGEIRSSON
37
hann staðráðinn í að sitja í starfinu meðan sætt væri og hverfa ekki úr
því fríviljuglega, meðan hægt væri að vinna þar nokkurt starf
verkalýðnum til gagns. Hann taldi líka lærdómsríkast fyrir verkalýðinn
að sjá íhald og Framsókn sameinast um brottvikningu sína, ef hann á
annað borð ætti að víkja. Að því kom í desemberbyrjun 1930, nokkrum
dögum eftir stofnun Kommúnistaflokks íslands. Stofnun hans var í
vissum skilningi uppreisn gegn valdi Jónasar Jónssonar og ítökum
hans í Alþýðuflokknum og verkalýðshreyfingunni. Með forgöngu
sinni og þátttöku í þeirri flokksstofnun hafði Einar brotið allar brýr að
baki sér og hlaut að gjalda fyrir með atvinnumissi.
Það var á Akureyrarárunum, að Einar staðfesti ráð sitt og gekk að
eiga eiginkonu sína, Sigríði Þorvarðsdóttur (f. 1903). Hún var Reyk-
víkingur, dóttir hjónanna Þorvarðs Þorvarðssonar prentsmiðjustjóra og
fyrri konu hans, Sigríðar Jónsdóttur. Þau Einar heitbundust norður á
Akureyri, er Sigríður kom þangað í stutta heimsókn frá Reykjavík
sumarið 1924. Sumarið 1925 dvaldist Einar um tíma syðra, svo að þau
gætu verið samvistum. Meðan Einar var á Vífilsstöðum 1926 kom Sig-
riður þangað suður eftir í hverjum heimsóknartíma. Þau gengu í hjóna-
band hinn 20. september 1927, skömmu eftir að Einar kom úr síldar-
söluferð sinni til Kaupmannahafnar. Þau bjuggu fyrstu búskaparár sín
a Akureyri og voru þar í sambýli við foreldra Einars í húsinu Rósen-
borg við Eyrarlandsveg. Þau fluttust síðan búferlum til Reykjavíkur
arið 1931, enda ný staða komin upp í stjórnmálunum og meiri þörf
fyrir pólitíska krafta Einars á þeim vettvangi.
/
Stofnun Kommúnistaflokks Islands
Stofnun Kommúnistaflokks íslands árið 1930 var ekkert skyndiupp-
hlaup einhvers hóps manna, heldur rökrétt niðurstaða af þróuninni í
lslenskri verkalýðshreyfingu áratuginn á undan. Allan þann tíma kom
Alþýðusambandið fram sem ein heild út á við, þótt tilvist tveggja and-
stæðra pólitískra arma innan þess hefði verið formlega staðfest þegar
arið 1922, þegar Jafnaðarmannafélag Reykjavíkur klofnaði í afstöðu
Slnni til þess, hvort taka skyldi formlegu boði Kominterns um að senda
fnlltrúa á 4. þing sambandsins. Þegar samþykkt var að þekkjast boðið
°g senda Olaf Friðriksson á þingið, sagði minnihluti sósíaldemókrata