Andvari - 01.01.2002, Side 40
38
SIGURÐUR RAGNARSSON
ANDVARI
sig úr félaginu og stofnaði nýtt jafnaðarmannafélag. Skömmu síðar var
stofnað í Reykjavrk Félag ungra kommúnista, sem gerðist aðili að
Alþjóðasambandi ungkommúnista og tengdist þannig Komintern,
alþjóðasambandi kommúnista. Á sambandsþingi ASI 1924 hafnaði
meirihluti sósíaldemókrata umsókn félagsins um aðild að sambandinu.
Kommúnistarnir í Jafnaðarmannafélagi Reykjavíkur voru í virku sam-
bandi við Komintem, og Brynjólfur Bjarnason sat 5. þingjæss árið
1924, en þar var þá samþykkt sérstök ályktun um Island.0 Árið 1926
gáfust kommúnistar í Reykjavík endanlega upp á samstarfinu við Olaf
Friðriksson og stofnuðu sitt eigið félag, Jafnaðarmannafélagið Spörtu.
Sparta setti sér frá upphafi það markmið að vinna að stofnun komm-
únistaflokks.
/ / t
A sambandsþingi ASI 1926 skerptust mjög andstæðurnar milli stríð-
andi fylkinga í Alþýðuflokknum. Birtust þær einkum í tvennu: Hafnað
var umsókn Spörtu um aðild að sambandinu, en hins vegar samþykkt,
að flokkurinn sækti um aðild að Alþjóðasambandi jafnaðarmanna.
Forysta Alþýðusambandsins hafði allt frá upphafi haft talsverð sam-
skipti við bræðraflokka Alþýðuflokksins á Norðurlöndum, einkum þó
danska sósíaldemókrata.2) Þeir höfðu á sínum tíma lagt fram fé til að
hrinda útgáfu Alþýðublaðsins úr vör haustið 1919 og einnig látið af
hendi rakna styrk til kosningabaráttu Alþýðuflokksins fyrir alþingis-
kosningarnar 1923. í þessum samskiptum öllum kölluðust einkum á
tvö stef: Annars vegar óskir Islendinganna um fjárhagsaðstoð, en hins
vegar áhyggjur Dananna af kommúnískum áhrifum á stefnu og starf
flokksins. Um miðjan þriðja áratuginn var Alþýðusambandið í miklum
fjárhagskröggum, og setti forysta þess traust sitt á að fá liðveislu
bræðraflokkanna á Norðurlöndum við að leysa þann vanda. Er nærtækt
að skoða stefnu hennar gagnvart kommúnistum á árunum 1924-1926
í því ljósi.
Ekki var ágreiningur um það milli íslenskra kommúnista og Komint-
erns, að stefnt skyldi að stofnun kommúnistaflokks á Islandi. Lengi vel
var þó afstaða Kominterns sú, að flokksstofnun væri ekki tímabær,
heldur skyldu kommúnistar halda áfram að starfa í Alþýðusambandinu
og leitast við að styrkja hin róttæku andspyrnuöfl á þeim vettvangi.
Engu breytti um afstöðu sambandsins, þótt Einar Olgeirsson og
nokkrir félagar hans á Akureyri skrifuðu Nikolai Búkharín, þáverandi
forseta Kominterns, bréf í mars 1927 og byðu fram krafta sína og Jafn-
aðarmannafélagsins á Akureyri til flokksstofnunar, en félagið hafði á