Andvari - 01.01.2002, Page 41
andvari
EINAR OLGEIRSSON
39
fundi sínum 12. desember 1926, beint í kjölfar sambandsþings ASÍ,
samþykkt einróma tillögu Einars í þá veru.3) En brátt rak að því, að við-
horf og aðstæður breyttust, jafnt í heimshreyfingu kommúnista sem á
heimavelli.
Komintern hélt sjötta heimsþing sitt í Moskvu árið 1928. Þeir Einar
og Haukur Björnsson sátu þingið af hálfu íslenskra kommúnista. A
þessu þingi markaði sambandið sér harða vinstri stefnu. Hún fól ekki
síst í sér, að mjög var skerpt á afstöðu kommúnista til sósíaldemókrata,
einkum foringja þeirra. Þeim var gefið að sök, að þeir héldu aftur af
stéttabaráttu verkalýðsins og slævðu þannig stéttar- og byltingarvitund
hans. Því gengju þeir í reynd erinda ríkjandi auðstéttar og mættu með
sanni kallast höfuðstoð auðvaldsins. Það gefur augaleið, að eftir slíka
stefnumörkun hlutu ráðamenn þar á bæ að líta veru íslenskra komm-
ánista í Alþýðuflokknum í nýju ljósi.
En skömmu áður höfðu einnig orðið straumhvörf í íslenskum stjórn-
málum. Ríkisstjórn íhaldsflokksins missti meirihluta sinn í kosning-
unum 1927, en við tók stjórn Framsóknarflokks, sem naut hlutleysis
Alþýðuflokksins. Alþýðuflokkurinn hafði unnið góðan sigur í kosning-
unum, fengið fimm þingmenn á móti einum áður og komist í oddaað-
stöðu. Hér höfðu orðið hrein skipti stjórnar og stjórnarandstöðu. Hinni
nýju stjórn var tekið með miklum fögnuði af öllum þorra alþýðu til
sjávar og sveita. Kommúnistar og aðrir vinstrimenn í Alþýðuflokknum
urðu þó æ gagnrýnni á stjórnarsamstarfið eftir því sem á leið, og þótti
hlutur Alþýðuflokksins rýr. Flokkurinn kom að vísu fram baráttu-
málum á borð við lengingu hvíldartíma á togurum úr sex klukku-
stundum í átta árið 1928 og löggjöf um verkamannabústaði 1929, en
kommúnistum þótti forysta flokksins ganga slælega fram í kröfum um,
að stjórnin haggaði í einhverju yfirráðum atvinnurekenda í atvinnulíf-
lnu, og töldu þeir, að afstaða hennar gagnvart samstarfsflokknum ein-
henndist yfirhöfuð af ósjálfstæði og lítilþægni. Táknræn fyrir þetta má
tslja afdrif tillögu, sem kommúnistar lögðu fram á sambandsþingi ASÍ
1928. Þar lögðu þeir til, að gert yrði að skilyrði fyrir stuðningi við
stjórnina að sveitarflutningar yrðu bannaðir og þeginn sveitarstyrkur
varðaði ekki lengur missi stjórnmálaréttinda. Var sú tillaga felld á
b’nginu. Einar gerði reikningsskil við framsóknarstjórnina í greininni
’>Komandi þing“, sem birtist í Rétti haustið 1928. Þar reifaði hann hug-
ttiyndir sínar um, hvað stjórnin þyrfti að gera, svo að verkalýðurinn
gæti stutt hana. Hún yrði dæmd af verkum sínum eða verkleysi og