Andvari - 01.01.2002, Page 42
40
SIGURÐUR RAGNARSSON
ANDVARI
afstaða verkalýðsins til stjórnarinnar gæti breyst. „Síðasta þingi heils-
aði verkalýðurinn með vonum, komandi þingi verður heilsað með
spumingum“. Ljóst var, að stefnt gat í átök um afstöðu Alþýðuflokks-
ins til stjórnarsamstarfsins og stjórnarstefnunnar.
A vettvangi Alþýðusambandsins höfðu kommúnistar um skeið bar-
ist fyrir hugmyndinni um óháð verkalýðssamband til hliðar við flokk-
inn. Þeir lögðu fram tillögu þessa efnis á sambandsþingi 1928, en
henni var vísað til sambandsstjómar. A aukaþingi Alþýðusambandsins
árið 1929 var ákveðið að boða til verkalýðsráðstefnu fyrir næsta sam-
bandsþing 1930 til að fjalla um skipulagsmálin. Alþýðusambandið var
upphaflega stofnað sem verkalýðssamband, sem um leið gegndi hlut-
verki stjórnmálaflokks. Kommúnistar töldu, að þessi skipan hefði nú
gengið sér til húðar. Þeir litu svo á, að til að verða sigursæll í stéttabar-
áttunni þyrfti verkalýðurinn annars vegar að eiga sem allra víðtækust
stéttarsamtök, sem helst ættu að taka til stéttarinnar í heild, en hins
vegar þroskaðan og stefnufastan flokk, sem veitt gæti stéttinni forystu
jafnt í sókn sem vörn.
Það kom í hlut Jafnaðarmannafélagsins Spörtu að hafa forgöngu um
flokksstofnunina. Að frumkvæði félagsins var efnt til ráðstefnu komm-
únista í Reykjavík í febrúarmánuði 1929. Niðurstaða ráðstefnunnar
varð sú, að ráðist skyldi í stofnun kommúnistaflokks. Einar var þess
letjandi. Hann taldi vænlegra að koma upp hreyfingu vinstrisósíalista
þar sem kommúnistar fengju til liðs við sig breiðari hóp sósíalista.4)
Þessi afstaða Einars hefur vafalaust mótast af reynslu hans úr pólitísku
starfi á Akureyri og í raun má segja, að hér sé á ferð flokkshugmynd,
sem fer nærri því sem varð að veruleika með stofnun Sósíalistaflokks-
ins 1938. Síðar mat Einar það svo, að þessi hugmynd hans hefði verið
óframkvæmanleg á þessu skeiði. Það réðst þó fremur af aðstæðum í
hinni alþjóðlegu kommúnistahreyfingu en innlendum veruleika.5)
Hinn 4. ágúst 1930 hóf Verklýðsblaðið göngu sína undir ritstjórn
Brynjólfs Bjarnasonar. í skrifum blaðsins var einkum lögð áhersla á
tvennt: annars vegar nauðsyn þess að stofna kommúnistaflokk, en hins
vegar umfjöllun um aðvífandi heimskreppu. Kommúnistar virðast fyrr
og betur en aðrir hafa gert sér grein fyrir, hvaða afleiðingar hún myndi
hafa hér á landi.
Verkalýðsráðstefna Alþýðusambandsins um skipulagsmál kom
saman í Reykjavík 19. nóvember. Þar var hugmyndinni um stofnun
óháðs verkalýðssambands hafnað. I kjölfar ráðstefnunnar var síðan