Andvari - 01.01.2002, Page 43
ANDVARI
EINAR OLGEIRSSON
41
haldið 10. sambandsþing ASÍ, og þar skildu leiðir með sósíaldemó-
krötum og kommúnistum. Báðum fylkingum hefur vafalaust verið
Ijóst fyrir þingið, að sú yrði raunin, en hitt var jafnljóst, að það skipti
máli pólitískt með hvaða hætti aðskilnaðurinn yrði; hvorugur aðilinn
vildi sitja uppi með ábyrgðina á því að hafa klofið hreyfinguna.
Með því að hafna hugmyndinni um óháð verkalýðssamband höfðu
sósíaldemókratar staðfest þann ásetning sinn að halda skipulagi
Alþýðusambandsins óbreyttu. Þeir lögðu nú fram og fengu samþykkta
tillögu til lagabreytinga, sem fól í sér, að þeim yrðu tryggð alger tök á
Alþýðusambandinu til frambúðar. Þessi lagagrein (14. gr.) kvað á um,
að Alþýðuflokksmenn einir hefðu rétt til setu á þingum og fundum
sambandsins, og þeir einir væru kjörgengir í opinberar trúnaðarstöður
a vegum þess.6) Sósíaldemókratar virðast greinilega hafa talið sig
báðum fótum í jötu standa, og með þessum aðgerðum væru þeir að
styrkja vígstöðu sína til að ná svipuðum árangri og skoðanabræður
þeirra í Skandinavíu: að gera kommúnista að einangruðum og áhrifa-
htlum jaðarhópi í verkalýðshreyfingunni. Klofningurinn var þeim
síður en svo harmsefni, ef marka má orð Stefáns Jóh. Stefánssonar í
fiúnningum hans: „Þetta hreinsaði loftið. Það var sem þungum steini
Vaeri létt af okkur mörgum.“7)
Stefna kommúnista á þessu þingi var sú, að stofnað yrði óháð
verkalýðssamband, sem öll verkalýðsfélög landsins ættu aðild að, en
lr>nan Alþýðuflokksins gætu starfað öll þau félög, verkalýðsfélög jafnt
Sern stjórnmálafélög, sem vildu fylkja sér undir merki sósíalismans.8)
^arna hefði verið um að ræða svipað skipulagsmódel og breski Verka-
ITlannaflokkurinn hefur löngum byggt á.
A síðasta degi Alþýðusambandsþingsins, 29. nóvember, þegar ljóst
var orðið, að óbrúanlegt djúp var staðfest milli hinna stríðandi fylk-
lnga, lögðu 17 fulltrúar fram yfirlýsingu þar sem sagði „að brýna nauð-
sYn beri til að skapa forystu fyrir verkalýðnum í hinni harðvítugu
stettabaráttu, sem fram undan er með myndun Kommúnistaflokks
lslands“.9) Sama dag var flokkurinn stofnaður.