Andvari - 01.01.2002, Page 44
42
SIGURÐUR RAGNARSSON
ANDVARI
/
Stefna og starf Kommúnistaflokks Islands
Allt frá upphafi sósíalískrar verkalýðshreyfingar hafði lausnarorð
hennar verið: „Öreigar allra landa, sameinist“. Fyrir kommúnistum var
ekkert eðlilegra og sjálfsagðara en þessi alþjóðahyggja verkalýðsins.
Hvernig áttu verkamenn í einstökum löndum að geta sigrast á stéttar-
andstæðingnum, sem hafði alþjóðlegt auðvald að bakhjarli, öðruvísi en
með því að standa saman og berjast hlið við hlið undir kjörorðinu:
„Einn fyrir alla, allir fyrir einn“? I vitund kommúnista var alþjóða-
hyggjan sjálft frumskilyrðið fyrir frelsun alþýðunnar af klafa auð-
valdsins. Kommúnistar litu svo á, að Alþjóðasamband kommúnista,
Komintern, væri fremsti fulltrúi þessarar alþjóðahyggju. Sambandið
var stofnað í Moskvu árið 1919 að frumkvæði Leníns og hafði þar höf-
uðstöðvar sínar. Hlutverk þess var að vinna að framgangi heimsbylt-
ingar og að halda sjálfri byltingarhugmyndinni vakandi meðal
verkalýðsins, en jafnframt var sambandinu ætlað að standa vörð um
Sovétríkin sem móðurskip þessarar byltingar. Það gefur augaleið, að
áhrif sovéskra kommúnista á störf og stefnu sambandsins hlutu frá
upphafi að vera mikil þegar af þeirri ástæðu, að þeim einum hafði tek-
ist að leiða verkalýðsbyltingu til sigursælla lykta. Komintern var í
reynd alþjóðlegur flokkur og kommúnistaflokkar einstakra landa
deildir innan hans. KFÍ átti frá stofnun aðild að Komintern og virti
stefnu þess og alþjóðasamþykktir. Fulltrúar flokksins sóttu þing sam-
bandsins og ráðguðust þegar svo bar undir við fulltrúa þess um sérstök
álitamál og vandamál í flokksstarfinu.
Brynjólfur Bjarnason var á stofnþingi KFÍ kjörinn aðalritari eða for-
maður flokksins og gegndi því embætti meðan flokkurinn starfaði.
Grunneiningar flokksins voru sellurnar, en þær voru tengiliður hans
við verkalýðinn og aðra alþýðu. Sellurnar voru ekki fjölmennari en
svo, að þar kynntust félagarnir vel og tengdust nánum böndum. Þar var
einnig leitast við að virkja hvern einstakan félaga jafnt í umræðum sem
pólitísku starfi inn á við og út á við. Sellurnar voru ýmist bústaðasellur
eða vinnustaðasellur. Aðstæður hér á landi gerðu erfitt um vik að
stofna sellur á vinnustöðum og því voru flestar sellurnar bústaðasellur.
Þó störfuðu nokkrar vinnustaðasellur, eins og hafnarsellan, sem Einar
var virkur í.!) Félagar KFI í einstökum verkalýðsfélögum voru skipu-
lagðir í sérstakar einingar, sem nefndust lið. Þau héldu liðsfundi á