Andvari - 01.01.2002, Síða 45
andvari
EINAR OLGEIRSSON
43
undan félagsfundum til að leggja á ráðin um framgöngu og málafylgju
kommúnista á fundunum. í krafti þessa náðu þeir meiri áhrifum í
verkalýðsfélögunum en sem nam höfðatölu þeirra.
Kommúnistaflokkur fslands gaf allt frá upphafi mikinn gaum að
stöðu íslendinga og íslenska ríkisins í samfélagi þjóðanna. Það kom í
fyrsta lagi fram í því, að hann setti á stefnuskrá sína að sambandslaga-
samningnum við Dani yrði sagt upp að loknum gildistíma hans og
lýðveldi stofnað á íslandi. En flokknum var ekki síður umhugað um að
vekja íslenska alþýðu og raunar þjóðina alla til vitundar um þau sterku
tök, sem Bretar hefðu á landinu. Raunar hafði ísland um langt skeið
verið á bresku valdsvæði í krafti drottnunarstöðu breska flotans í Norð-
urhöfum. Þar við bættist, að í efnahagsþrengingunum eftir heimsstyrj-
öldina fyrri hafði íslenska ríkið neyðst til að taka stórlán í Bretlandi
uieð óhagstæðum kjörum til að bjarga fjárhag ríkissjóðs og bankanna.2’
Kommúnistar töldu, að allt frá þeim tíma hefðu íslendingar verið
öundnir á klafa bresks fjármálavalds, sem drottnaði efnahagslega yfir
landinu. Árið 1931 gaf flokkurinn út bækling sem nefndist Hvað vill
K°mmúnistaflokkur íslands? þar sem leitast var við að afhjúpa þetta
vald breska auðvaldsins yfir íslandi. Þar kom fram það viðhorf, að
breski imperíalisminn væri höfuðóvinur íslensku þjóðarinnar, en eftir
^aldatöku nasista í Þýskalandi tók barátta gegn fasismanum og þýskri
heimsvaldastefnu að skipa æ stærri sess í baráttu kommúnistaÁ
Stofnfélagar KFÍ voru 230 talsins. Hinn 1. júní 1932 höfðu verið
^tofnaðar 15 flokksdeildir með 605 félaga. Af þeim hópi voru um 90%
élagsbundnir í verkalýðsfélagi. Á sama tíma hafði Samband ungra
kornmúnista 482 félaga, en nokkrir þeirra voru einnig í flokknum.4'
^egar flokkurinn var stofnaður hafði heimskreppan mikla haldið
mnreið sína á íslandi. Kreppan skerpti gífurlega andstæðurnar í auð-
^aldsheiminum. Ekki var annað sýnna en auðvaldsskipulagið væri í
4uðateygjunum og komið væri að úrslitahríðinni milli kapítalisma og
s°síalisma. Á þessum árum var ekki vandi að sjá meinsemdir auð-
j^aldsskipulagsins, örbirgð þess, atvinnuleysi og stéttakúgun. í þessum
Þ'engingum boðuðu kommúnistar sósíalismann sem leið út úr örbirgð
°g vesöld kreppunnar, að alþýðan sjálf þyrfti að taka völdin, eignast
lumleiðslutækin og skipa málum þjóðfélagsins eftir sínum hag. Þeir
lögðu líka kapp á að tvinna baráttu alþýðunnar fyrir brauði sínu saman
l'6 hugsjónir og trú á, að sósíalisminn myndi sigra og það bráðlega.
ópurningin um umbyltingu þjóðfélagsins var á þessum árum lifandi