Andvari - 01.01.2002, Page 46
44
SIGURÐUR RAGNARSSON
ANDVARI
veruleiki. í því sambandi var ósjaldan vísað til fordæmis alþýðunnar í
Sovétríkjunum, en kommúnistar um heim allan og þá einnig hér á landi
litu svo á allt frá sigri rússnesku byltingarinnar, að tilvist Sovétríkjanna
væri raunverulega helsta skilyrðið og tryggingin fyrir því að framhald
yrði á sigrum sósíalismans í heiminum. Þetta viðhorf má m.a. marka af
þriðja hefti Réttar 1932, sem helgað var efninu Sovét-Rússland 15 ára
1917-1932. En eins og Svanur Kristjánsson hefur bent á, skóp kreppan
kommúnistum ekki bara tækifæri til að vinna stefnu sinni og flokki
brautargengi, heldur skammtaði hún þeim einnig verkefni.5’ Þessi
verkefni voru flest mjög nærtæk og hversdagsleg: stofnun og uppbygg-
ing verkalýðsfélaga, að fá sem allra flesta verkamenn til að ganga í
verkalýðsfélögin, að tryggja samningsrétt verkalýðsfélaga, að sjá til
þess að laun væru greidd samkvæmt taxta félaganna og félagsmenn
þeirra gengju fyrir um vinnu. Þar við bættist síðan barátta gegn
atvinnuleysi og fyrir atvinnubótum og viðnám gegn kauplækkunartil-
raunum atvinnurekenda og opinberra aðila. Einn þáttur þessarar bar-
áttu, eins og hún horfði við kommúnistum, var baráttan gegn klofn-
ingsstarfsemi Alþýðuflokksmanna í verkalýðshreyfingunni, sem um
leið var barátta um tilvist þeirra verkalýðsfélaga, sem kommúnistar
stjórnuðu, og þá jafnframt um framtíðartilveru Kommúnistaflokksins.6)
Alþýðuflokksmenn máttu heita allsráðandi í verkalýðshreyfingunni
í Reykjavík, en kommúnistar voru í forystu í ýmsum félögum á lands-
byggðinni. Höfuðvígi þeirra voru á Akureyri, Siglufirði og í Vest-
mannaeyjum. A árunum 1931-1934 klufu Alþýðuflokksmenn fimm
stór verkalýðsfélög á þessum stöðum með stuðningi og að undirlagi
forystu Alþýðusambandsins.7) Gömlu félögin voru rekin úr Alþýðu-
sambandinu, en nýju félögin tekin þar inn, þótt þau væru fámennari í
öllum tilvikum. Hér eru engin tök á að gera grein fyrir öllum þeim
átökum, sem af þessu leiddi, svo sem Nóvudeilunni og Borðeyrardeil-
unni.8) En atlagan mistókst og verkalýðsfélög komntúnista héldu stöðu
sinni sem viðurkenndir samningsaðilar. Vopnin snerust í höndum
Alþýðuflokksmanna. Þeir voru berir að klofningsiðju, meðan engin
dæmi eru um, að kommúnistar hafi klofið verkalýðsfélag eða stofnað
slíkt félag þar sent annað var fyrir.9) Fer vart milli mála, að þegar til
lengdar lét, hafði þetta áhrif á stöðu flokkanna í samkeppni þeirra um
fylgi verkalýðsins.
Verklýðsblaðið var aðalmálgagn kommúnista. Það var upphaflega
vikublað, en kom út tvisvar í viku frá 1. október 1934. Brynjólfur