Andvari - 01.01.2002, Síða 47
ANDVARI
EINAR OLGEIRSSON
45
Bjarnason var ólaunaður ritstjóri þess frá upphafi. Það var fyrst eftir 3.
þing KFÍ 1935, að flokkurinn fékk launaða starfsmenn. Einar Olgeirs-
son tók þá við ritstjórn blaðsins, en Brynjólfur var í starfi sem for-
maður. Var gert ráð fyrir, að þeir fengju 200 kr. í laun á mánuði hvor,
en að sögn Brynjólfs voru launin „stundum mest á pappímum“, því
»það voru bara engir peningar til...“.10) Þess má geta, að um þessar
mundir voru mánaðarlaun verkamanns í fullu starfi um 400 krónur.
Auk blaðaútgáfunnar stundaði KFÍ margvíslega aðra fræðslu- og áróð-
ursstarfsemi og gerði það með ýmsum hætti: fundarhöldum, útgáfu
prentmáls og fræðslunámskeiðum á borð við leshringi. Á árunum
• 932-1935 hafði flokkurinn höfuðstöðvar sínar í húsnæði við Bröttu-
götu, þar sem elsta kvikmyndahús bæjarins, Gamla bíó, hafði áður
yerið til húsa. Þar voru haldnir tíðir fundir, stundum þrír til fjórir í
viku. Fundir þessir voru yfirleitt fjölsóttir, enda skemmtanalíf fábrotn-
ara en síðar varð og auraráð almennings takmörkuð. Urðu ýmsir þess-
ara funda allfrægir. Sem dæmi má nefna fund þann 9. nóvember 1933.
f*ar hélt Einar Olgeirsson ræðu gegn fasismanum og sýndi fundar-
jnönnum hakakrossfána, sem ungkommúnistar höfðu þá fyrr um dag-
lr>n skorið niður á þýska flutningaskipinu Eider. í lok ræðu sinnar kast-
aði Einar fánanum í gólfið, tróð á honum og lét um leið þau orð fylgja,
aö sá tími mundi renna upp, að verkalýðurinn træði hakakrossveldið
andir fótum sér. Að fundi loknum var farið í göngu að húsi Jóns Þor-
•ákssonar borgarstjóra að Bankastræti 11 og bornar fram kröfur um
atvinnubætur. í lok göngunnar réðust nokkrir lögregluþjónar að Einari
°g létu kylfuhögg ríða á höfði hans, svo að sprakk fyrir á þremur
stöðum. Félögum Einars tókst að bjarga honum og koma honum undir
•$knishendur. Átti Einar Valtý Albertssyni lækni það að þakka, að
hann komst hjá handtöku, en Valtýr neitaði að sleppa honum í tugt-
húsið eins og hann var á sig kominn.10
Af pólitískum ádeilugreinum Einars frá þessum árum skal sérstak-
•ega nefnd greinin „Vér ákærum þrælahaldið á íslandi 1932“, en hún
hirtist í 2. hefti Réttar það ár og var einnig gefin út sérprentuð. Þar
öeildi Einar hart á meðferð samfélagsins á þurfamönnum og fjöl-
skyldum þeirra, hvernig fjölskyldum var sundrað og fólk sent sveitar-
flutningum landshorna á milli, og menn sviptir mannréttindum fyrir
Þasr sakir einar að vera fátækir. Þetta voru mál, sem brunnu á mörgum
með auknum þunga, eftir að kreppan skall á. Einar talaði enga tæpi-
tungu í þessum skrifum sínum, enda vildi hann herða að þeim