Andvari - 01.01.2002, Qupperneq 52
50
SIGURÐUR RAGNARSSON
ANDVARI
ystunnar um stuðning við sín sjónarmið, en vorið 1933 voru deilurnar
komnar á svo alvarlegt stig, að það eina, sem deilendur gátu sameinast
um, var að skjóta málinu undir úrskurð Alþjóðasambandsins.20) Sá
úrskurður lá fyrir um haustið. Þar var tekin afstaða með vinstri arm-
inum. Liðsoddar hans biðu þá ekki boðanna, og á næstu vikum og
mánuðum hertu þeir mjög sóknina gegn „hentistefnunni“ í flokknum.
Voru forsvarsmenn hægri armsins, þ.á m. Einar, knúðir til opinberrar
sjálfsgagnrýni. Ráðandi öflum í flokknum þótti hún þó ekki ganga
nógu langt og ekki taka af öll tvímæli um, að þeir hefðu tileinkað sér
til fulls hina „réttu“ stefnu. Á útmánuðum 1934 hófust brottrekstrar úr
flokknum. Meðal hinna brottreknu voru fornvinur Einars og samherji,
Stefán Pjetursson, Hendrik Ottósson, brautryðjandi kommúnismans á
íslandi, og Haukur Björnsson, náinn samstarfsmaður Einars. Ummæli
í leiðara Verklýðsblaðsins hinn 12. mars 1934 eru til marks um í hvað
stefndi: „Ábyrgðin á [pólitískum veikleikum flokksins] liggur fyrst og
fremst hjá fél. Brynjólfi Bjarnasyni, pólitískum leiðtoga flokksins, sem
sýnt hefur sáttfýsi við tækifærisstefnuna í flokknum og einkum þó við
tækifærissinnaðar skoðanir og villur fél. Einars Olgeirssonar, sem ekki
hefur gert nein fullnægjandi skref í átt til sjálfsgagnrýni...“ Þessi orð
sýna annars vegar, að flokksformaðurinn var búinn að missa tökin á
hinum áköfustu í hópi sinna fyrri stuðningsmanna, en hins vegar, að
Einar átti brottrekstur úr flokknum yfir höfði sér. Spyrja má, hver
framtíð flokksins hefði orðið, ef sú hefði orðið raunin.
En nú dró að því, að veður skipuðust í lofti. Meðan „réttlínustandið“
gekk sinn gang hér heima, höfðu hafist umbrot á vettvangi Kominterns
um stefnu sambandsins. Þær hræringar má einkum rekja til valdatöku
nasista í Þýskalandi. Sú spurning hlaut að vera áleitin fyrir alla komm-
únista og sósíalista, hvernig slíkt gat gerst í því landi, þar sem styrkur
sósíalískrar verkalýðshreyfingar var mestur. Öllum mátti ljóst vera, að
samfylking kommúnista og sósíaldemókrata, með verkalýðshreyfing-
una að bakhjarli, var eina þjóðfélagsaflið, sem hugsanlega hefði getað
komið í veg fyrir valdatöku nasista. Flokkarnir höfðu hins vegar ekki
borið gæfu til samþykkis, heldur þvert á móti eldað grátt silfur saman.
í kjölfar valdatökunnar voru báðir flokkarnir bannaðir og
verkalýðssamtökin brotin á bak aftur. Borgarastyrjöldin í Vínarborg í
febrúar 1934 og átök róttækra afla við fasista í París um svipað leyti
hlutu líka að verða mönnum umhugsunarefni. Endurmat Kominterns á
stefnu sinni var það langt komið vorið 1934, að sambandið taldi óhjá-