Andvari - 01.01.2002, Side 53
andvari
EINAR OLGEIRSSON
51
kvæmilegt að grípa með ákveðnum hætti inn í deilumar í íslenska
flokknum og setja ofurróttæklingunum stólinn fyrir dyrnar. Su
ákvörðun var staðfest með bréfum til helstu deiluaðila, dagsettum 2 .
maí 1934.21) Voru flestir brottrekstrar afturkallaðir, en jafnframt var
forysta flokksins endurskipulögð.
Árni Snævarr útnefnir Einar sem sigurvegara innanflokksatakanna.
Undir það mat má vissulega taka í ljósi þróunarinnar í alþjoðahrey -
ingu kommúnista og stefnu KFÍ á næstu árum. Spurningin er hins
vegar sú, hvort flokkurinn sjálfur geti ekki með nokkrum rétti kallast
hinn eiginlegi sigurvegari, þegar upp er staðið, því að mönnum bei
saman um, að hann hafi jafnað sig ótrúlega fljótt og vel eftir þessar
hremmingar.22) Þegar Einar leit yfir farinn veg og lagði mat a þessa
atburði löngu síðar, fórust honum svo orð: „Réttlínutímabdið, þott stutt
væri, var sárt og illt skeið fyrir flokkinn. Við misstum menn, sem aldiei
komu aftur til okkar í flokkinn. Aðrir voru særðir djúpum sárum, sem
aldrei greru. Þetta voru þrautir, sem kenndu flokknum að varast ol-
stækið framvegis“.23) Síðasta setningin er orð að sönnu, þvi að aldrei
framar var manni vikið úr KFI.
Taka má undir það með Jóni Ólafssyni, að villandi se að lysa agrein-
ingnum í flokknum sem baráttu hægri- og vinstrimanna, heldur^se nær
að tala um ágreining milli víðsýni og þröngsýni í flokksstarti.- Einar
var alla tíð talsmaður víðsýni í þessu efni, og sameiningaima ui 1
Pólitík. Þetta kom vel fram á tíma innanflokksátakanna, þegar hann og
skoðanabræður hans vildu túlka línu Kominterns frjálslega og e§SJa a
hana allsjálfstætt mat út frá baráttuaðstæðum hérlendis. Sama viðhorl
hafði einkennt starf hans að uppbyggingu verkalýðssamtakanna a
Norðurlandi, og það kom einnig skýrt fram í bréfi hans til Bukhanns
Í927 og afstöðu hans á undirbúningsráðstefnunni vegna flokksstofn-
unar kommúnista 1929. í greininni „Erindi bolshevismans td bænda ,
sem birtist í Rétti 1930, hafði Einar meira að segja gengið svo angt að
^ýsa yfir því, að hann teldi valdatöku alþýðunnar á Islandi vel hugsan-
Uga á þingræðislegan hátt. Rök hans fyrir þeirii skoðun voru, a
astandið hér á landi væri alveg sérstakt að því leyti að yfirstettirnar
hefðu aldrei fullkomnað ríkisvaldið sem kúgunartæki með þvi að
homa sér upp eins konar stéttarher. Meðan yfirstéttin léti það ogert,
væri þingræðisleiðin fær. „Réttlínumenn“ höfðu dregið öll þessi atnði
fram Einari til áfellis. En þessi viðhorf víðsýni og sameiningarsteinu
mótuðu allan stjórnmálaferil hans. Þau nutu sín einkar vel á tíma sam-