Andvari - 01.01.2002, Síða 54
52
SIGURÐUR RAGNARSSON
ANDVARI
fylkingarbaráttunnar, sem leiddi til stofnunar Sósíalistaflokksins, en í
stjórnmálabaráttu þeirra ára var Einar í essinu sínu. Og þau bjuggu
einnig að baki forgöngu hans um myndun nýsköpunarstjórnarinnar
1944 og stofnun Alþýðubandalagsins og myndun vinstri stjórnarinnar
1956.
KFÍ bauð fyrst fram til alþingis í kosningunum 12. júní 1931. Hann
bauð aðeins fram í fimm kjördæmum og má líta á þessi framboð sem
fyrstu tilraun til liðskönnunar. Samtals bar flokkurinn úr býtum 1165
atkvæði eða 3,0% kjósenda. Sérstaka athygli í þessu sambandi vekja
kosningaúrslitin á Akureyri. Þar var Einar í kjöri fyrir flokkinn og
hlaut 434 atkvæði eða 29% atkvæða. Að sama skapi stingur í augu rýr
uppskera flokksins í Reykjavík, þar sem listi flokksins með Brynjólf
Bjamason í efsta sæti fékk aðeins 251 atkvæði eða 2,9%.25) Það var
innan við tíunda hluta af fylgi Alþýðuflokksins við þessar kosningar og
sýnir, að á brattann var að sækja fyrir kommúnista meðal verkalýðsins
í Reykjavík. Brynjólfur rétti þó verulega hlut flokksins við aukakosn-
ingar í Reykjavík haustið 1932. Þá hlaut listi flokksins 651 atkvæði
eða 8,0%.26) I alþingiskosningunum árið 1933 jók KFI fylgi sitt veru-
lega, hlaut samtals 2673 atkvæði eða 7,5%. Flokkurinn var að vísu enn
heldur lítill flokkur miðað við hina flokkana, en þó mun öflugri en
bræðraflokkar hans í Skandinavíu. Einar var aftur í kjöri á Akureyri.
Þar sigraði frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins með 650 atkvæðum,
Einar hlaut 522 atkvæði eða 34,6%, en Stefán Jóh. Stefánsson, sem
naut stuðnings Alþýðuflokks og Framsóknarflokks, hlaut aðeins 335
atkvæði.27) Alþingiskosningarnar sumarið 1934 fólu í sér nokkurn aft-
urkipp í fylgi KFÍ og þarf raunar engan að undra miðað við það, sem
á undan var gengið í flokknum. Flokkurinn hlaut nú stuðning 3098
kjósenda eða 6,0%. Lækkun hlutfallstölunnar þrátt fyrir aukið
atkvæðamagn helgast annars vegar af aukinni kosningaþátttöku, en
hins vegar af fjölgun kjósenda vegna lækkunar kosningaaldurs úr 25 í
21 ár. Einar var enn í kjöri á Akureyri og hlaut að þessu sinni 649
atkvæði eða 30%.28) Kosningaúrslitin á Akureyri á árunum 1931-1934
eru ljós vottur um þær miklu vinsældir, sem Einar naut meðal alþýðu
manna þar í bæ, og má segja, að þarna hafi hann verið að uppskera
fyrir þrotlaust félagslegt og pólitískt uppbyggingarstarf áratuginn á
undan. Þótt sameiginlegt atkvæðamagn Alþýðuflokks og Kommún-
istaflokks á Akureyri í kosningunum 1931 og 1934 hafi verið ívið
minna en fylgi Sjálfstæðisflokksins, má leika sér með þá hugsun, að