Andvari - 01.01.2002, Side 58
56
SIGURÐUR RAGNARSSON
ANDVARI
var ótvírætt helsti persónugervingur þessa þáttar í stefnu kommúnista.
Samfléttun stéttabaráttu og þjóðfrelsisbaráttu birtist með táknrænum
hætti í nafnbreytingu aðalmálgagns flokksins, úr Verklýðsblaðið í
Þjóðviljinn, en ekkja Skúla Thoroddsens, Theodora, gaf KFÍ nafnið á
hinu gamla blaði manns síns, en það var róttækasta þjóðfrelsisblaðið á
sinni tíð.
Stjórnmálahugsun Einars um þessar mundir birtist einna skýrast í
grein, sem hann skrifaði í 1. hefti Réttar 1937 og nefnist „Leið íslensku
þjóðarinnar úr gjaldþroti auðvaldsins til velmegunar sósíalismans“.
Tvennt til viðbótar setti einkum svip á þróun samfylkingarbarátt-
unnar á árunum 1935-1938. Þar ber í fyrsta lagi að nefna bandalag KFI
við ýmis helstu skáld og rithöfunda þjóðarinnar, sem urðu skeleggir
málsvarar samfylkingarinnar jafnt í ræðu sem riti. Ber í því sambandi
einkum að nefna þá Halldór Kiljan Laxness, Þórberg Þórðarson og
Jóhannes úr Kötlum. Er ekki fráleitt, að Einari kunni í þessu sambandi
að hafa orðið hugsað til námsára sinna í Berlín og virkrar þátttöku
margra mennta- og listamanna í starfi þýska kommúnistaflokksins.
Hann hefur komist svo að orði um þessa beinu þátttöku skáldanna í
stríði alþýðu fyrir réttlátu þjóðfélagi, að hún hafi gefið skáldskap
þeirra nýjan tilgang og nýtt líf og lyft honum til hæða og um leið hafi
öll barátta alþýðunnar hafist á hærra stig.3) Sérstaklega eiga þessi orð
vel við um Jóhannes úr Kötlum, sem flestum skáldum - og mönnum -
fremur kenndi til í stormum sinna tíða. Þegar ljóðabók hans, Hrímhvíta
móðir, kom út haustið 1937, sló Einar sem ritstjóri Þjóðviljans útkomu
hennar upp sem aðalfrétt á forsíðu, og er það trúlega einsdæmi um
útkomu ljóðabókar. Bókin geymir söguljóð út af íslandssögunni um
helstu þjóðhetjur, en einnig kvæði um „þegna þagnarinnar“.
Hitt atriðið, sem markaði þróunina, var sú markvissa viðleitni, sem
höfð var uppi til að sameina verkalýðsfélög, sem klofin höfðu verið.
Slík sameining tókst á Siglufirði á fyrri hluta árs 1937 og í Vestmanna-
eyjum um haustið. í öllum tilvikum gerðist þetta þannig, að fjölmenn-
ari félög kommúnista voru lögð niður, og félagsmenn þeirra gengu í
fámennari klofningsfélög. Þessi aðferð kommúnista þótti staðfesta í
verki, að þeir settu stéttarhagsmuni verkalýðsins ofar þröngum flokks-
legum sjónarmiðum. Af einstökum viðburðum af vettvangi sjálfrar
stéttabaráttunnar á þessum árum er bílstjóraverkfallið í Reykjavík
undir árslok 1935 kannski athyglisverðast.4) Með órofa samstöðu bíl-
stjóranna, hvar í flokki sem þeir stóðu, og með því að beita fyrir sig