Andvari - 01.01.2002, Síða 59
ANDVARI
EINAR OLGEIRSSON
57
■nnflutningsfyrirtækinu Nafta, sem Einar Olgeirsson og nokkrir félagar
hans áttu, tókst kommúnistum að knýja erlenda olíuhringa og umboðs-
menn þeirra hérlendis til að taka á sig tollahækkun á bensíni, sem rík-
■sstjórnin hafði látið samþykkja. Þegar úrslit deilunnar lágu fyrir, sagði
verkstjóri í prentsmiðjunni Acta, þar sem Verklýðsblaðið var prentað,
^lþýðuflokksmaður, við Einar: „...nú hafið þið kommúnistar unnið
stærsta sigur sem þið hafið nokkurn tíma unnið“.
A 13. þingi ASÍ haustið 1936 var bréfi Kommúnistaflokksins um
samstarf og samfylkingu svarað á þann veg, að þingið hafnaði „ein-
hregið og í eitt skipti fyrir öll öllum „samfylkingar“- og sameiningar-
hlboðum Kommúnistaflokks íslands“. Jafnframt voru Framsóknar-
flokknum settir ákveðnir úrslitakostir varðandi framtíðargrundvöll
stjórnarsamstarfs flokkanna. Einar taldi, að þarna hefðu Alþýðu-
fíokknum orðið á „örlagaríkustu mistök“ sín.5) Með því að ætla sér að
berjast á báðar hendur, þ. e. við kommúnista og Framsókn, á sama
hnta, hefði flokkurinn reist sér hurðarás um öxl. Reynslan átti eftir að
leiða í ljós, að það mat var ekki fjarri lagi.
Þrátt fyrir ályktun ASÍ-þingsins skrifaði miðstjórn KFÍ stjórn ASI
hinn 20. apríl 1937 og lagði til, að flokkarnir ræddu með sér hugsan-
*ega samvinnu við komandi alþingiskosningar. Þegar það erindi fékk
engar undirtektir, samþykkti miðstjórnin, að Kommúnistaflokkurinn
byði einungis fram í þeim kjördæmum, þar sem fylgi hans var mest, en
jafnframt var skorað á fylgismenn flokksins annars staðar að styðja
frambjóðendur Alþýðuflokks og Framsóknarflokks eftir því sem við
ath á hverjum stað. Með þessari ákvörðun var áréttuð sú alvara, sem
hjó að baki samfylkingarstefnu flokksins, en jafnframt reynt að afstýra
Því> að „breiðfylking“ Sjálfstæðisflokksins og Bændaflokksins næði
^eirihluta. Einar skipaði nú efsta sætið á framboðslista kommúnista í
^eykjavík, eins og hann átti síðar eftir að gera á framboðslistum Sósí-
ahstaflokksins og Alþýðubandalagsins, uns hann lét af þingmennsku
artð 1967. Kommúnistar ráku öfluga kosningabaráttu í Reykjavík, og
setti virk þátttaka menntamanna ekki síst svip á hana. Viku fyrir kosn-
jjjgar birti Halldór Kiljan Laxness í Þjóðviljanum greinina „Sterkur
j>°mmúnistaflokkur er skilyrði fyrir samfylkingu allrar alþýðu
tstands“, og nokkrum dögum síðar birtust í blaðinu eggjunarorð Þór-
hergs Þórðarsonar, „Til þeirra sem híma hikandi“. Jóhannes úr Kötlum,
Sem skipaði þriðja sæti listans, var einnig mjög virkur í kosningabar-
attnnni. Úrslit kosninganna urðu mikill sigur fyrir Kommúnistaflokk-