Andvari - 01.01.2002, Side 65
andvari
EINAR OLGEIRSSON
63
samúð sinni með baráttu finnsku þjóðarinnar. Sigfús Sigurhjartarson
•agði þá fram aðra tillögu, sem fól í sér, að flokkurinn tæki ekki afstöðu
hl stríðsins og blöð hans gættu hlutleysis í frásögnum af stríðinu. Til-
laga Héðins var samþykkt í miðstjórn með sex atkvæðum gegn fimm.
^rynjólfur Bjarnason, formaður miðstjórnar, áskildi sér þá rétt til að
skjóta málinu til flokksstjórnar svo sem flokkslög stóðu til. Hún var
skipuð 33 mönnum, 22 fulltrúum víðs vegar að af landinu auk mið-
stjórnarmannanna ellefu. Þar urðu úrslit á annan veg, því að tillaga
Sigfúsar hlaut samþykki með 18 atkvæðum gegn 14.3) Meirihluta-
mennirnir töldu ófært að líta á Finnlandsstríðið í þrengsta samhengi,
heldur yrði að skoða það í samhengi við heildarvígstöðu stórveldanna,
þar sem Sovétríkin væru augljóslega að búa sig undir hugsanleg fram-
hðarátök upp á líf og dauða við Þýskaland nasismans. Þegar þessi
urslit lágu fyrir, sagði meirihluti miðstjórnarmannanna sig úr
flokknum, þar á meðal formaðurinn, Héðinn Valdimarsson. Brottför
Héðins og hóps stuðningsmanna hans úr flokknum var auðvitað veru-
legt áfall fyrir hann. Tæplega er þó unnt að tala um eiginlegan klofn-
lng flokksins, fremur að kvarnast hafi úr honum. Miklu máli skipti upp
a framtíðina, að sá kjarni Dagsbrúnarverkamanna, sem komið hafði
'heð Héðni í flokkinn, hélt tryggð við hann. Sumir þeirra, sem sögðu
Slg úr flokknum við þetta tækifæri, gengu síðar til liðs við hann aftur.
brottför Héðins tók Einar Olgeirsson við formennsku Sósíalista-
Hokksins og gegndi því embætti allt til þess, að flokkurinn var lagður
niðurárið 1968.
A næstu vikum og mánuðum gerðu pólitískir andstæðingar sósíal-
rsta harða hríð að flokknum. Þingmenn þjóðstjórnarflokkanna sam-
Þykktu ályktun þess efnis, að alþingi væri óvirðing gerð með setu
þingmanna Sósíalistaflokksins á þingi. í þeirra hópi komu fram raddir
Urn að banna flokkinn, en ekki var meirihluti fyrir því á alþingi. Þing-
’hönnum flokksins var einnig vikið úr íslandsdeild Norræna þing-
mannasambandsins. Flokknum var neitað um húsnæði til samkomu-
nalds og reynt var að setja auglýsingabann á Þjóðviljann og skipu-
®ggja uppsagnir á blaðinu. Sjálfir kenndu sósíalistar þessa hríð
Jðngum við Finnagaldur. Það dró úr fylgi flokksins um skeið, en
lokkskjarninn stæltist við þessi átök. Nokkur mælikvarði í þessu efni
getur falist í þeirri vitneskju, sem síðar kom fram, að áskrifendum
Jóðviljans fækkaði um 40%, en blaðið lifði samt af vegna samstöðu
°g fórnfýsi flokksmanna.41