Andvari - 01.01.2002, Side 67
andvari
EINAR OLGEIRSSON
65
urðu þau að hóta uppsögnum allra íslenskra verkamanna í Breta-
vinnunni, ef ekki yrði unnið áfram samkvæmt fyrri kjörum. Þá brugðu
nokkrir Dagsbrúnarmenn úr röðum sósíalista á það ráð að dreifa flug-
riti á ensku til bresku hermannanna, þar sem verkfallið var útskýrt og
skorað á þá að láta ekki nota sig til verkfallsbrota. Bretar brugðust hart
við og handtóku aðstandendur dreifibréfsins, því að þeir litu svo á, að
það fæli í sér hvatningu til uppreisnar. Islensk stjórnvöld lögðu mikla
áherslu á að fá fangana framselda og fengu því framgengt gegn fyrir-
heiti um, að þeir yrðu ákærðir og dæmdir. Auk hinna eiginlegu dreifi-
bréfsmanna voru ritstjórar Þjóðviljans; þeir Einar Olgeirsson og Sigfús
Sigurhjartarson, ákærðir og dæmdir til fangelsisvistar, enda höfðu þeir
tekið málstað dreifibréfsmanna frá upphafi og deilt hart á allan fram-
gang réttvísinnar í málinu. Af einhverjum ástæðum var þó fangelsis-
dómnum yfir ritstjórunum ekki framfylgt, og kann það að hafa verið
ein undirrót þeirra atburða, er nú gerðust.
Að kvöldi sunnudagsins 27. apríl 1941 handtóku breskir hermenn þá
Einar og Sigfús og Sigurð Guðmundsson blaðamann. Ljóst er, að
Bretar höfðu um skeið verið að bræða með sér, hvemig þagga mætti
niður í Þjóðviljanum, og þreifingar verið í gangi milli þeirra og ríkis-
stjórnarinnar um það mál.8) Breska utanríkisráðuneytið var með í
ráðum um bannið og handtökumar, en hernámsstjórinn, Henry O.
Curtis, hafði lokaorðið. Fangamir voru fluttir um borð í skipið Royal
Scotchman, þar sem það lá við Sprengisand, og sigldi það brátt brott
með þá áleiðis til Skotlands. Áður en greint verður frá hlutskipti þeirra
félaganna í herleiðingunni, er rétt að víkja að viðbrögðum við útgáfu-
banninu og handtökunum hér innanlands. Á fundi sínum daginn eftir
samþykkti alþingi einróma ályktun, þar sem ríkisstjórninni var falið að
mótmæla hvorutveggja, en jafnframt að „bera fram sérstaklega ein-
bregin mótmæli Alþingis gegn handtöku og brottflutningi íslensks
alþingismanns og vitna í því sambandi til verndar þeirrar, sem alþing-
'snienn njóta samkvæmt stjórnarskránni“. Morgunblaðið og Vísir tóku
mjög í sama streng í skrifum sínum næstu daga, en Alþýðublaðið tók
annan pól í hæðina, því að það taldi stjórnvöld hafa kallað aðgerðir
Ereta yfir sig með eigin aðgerðarleysi. Nokkurn mælikvarða á afstöðu
alls almennings til þessara atburða má fá í viðbrögðum fólks þann 1.
maí. Kröfugöngur voru bannaðar af hemaðarástæðum, en flokksmenn
hinna handteknu höfðu látið prenta spjald með myndum af þremenn-
mgunum og einnig merki til að selja í ágóðaskyni fyrir fjölskyldur