Andvari - 01.01.2002, Síða 69
andvari
EINAR OLGEIRSSON
67
þjóðstjórnarinnar. Virðist hún ekki síst hafa náð inn í raðir kjósenda og
flokksmanna Alþýðuflokksins, og gróf ábyrgð flokksins á stjómar-
stefnunni enn undan verkalýðsfylgi hans. Þessi staða skapaði Sósíal-
istaflokknum að sjálfsögðu aukin sóknarfæri.
A sama tíma breyttist taflstaðan á skákborði heimsstjórnmálanna
einnig í grundvallaratriðum með innrás Þjóðverja í Sovétríkin og fullri
þátttöku Bandaríkjamanna í styrjöldinni frá árslokum 1941. Nú kvað
einnig við nýjan tón í greiningu sósíalista á styrjöldinni. Þannig sagði
Nýtt dagblað í leiðara hinn 6. júlí 1941, að nú væri „baráttan ekki
aðeins orðin um kapítalískan gróða, heldur komin yfir á svið hugsjóna
°§ skipulagshátta“. Með hemaðarbandalagi Breta, Bandaríkjamanna
°g Sovétmanna var loks eftir krókaleiðum orðin að veruleika sú sam-
fylking, sem andfasistar og þar með sósíalistar höfðu látið sig dreyma
Urn á árunum fyrir stríð. Sjálf framvinda stríðsins, þar sem æ betur kom
1 jjós framlag rauða hersins og sovétþjóðanna við að brjóta niður víg-
vél þýska nasismans, varð líka til þess, að margir sáu í öðru ljósi ýmsa
atburði undangenginna ára, sem orðið höfðu sósíalistum þungir í
skauti. Átti það jafnt við um réttarhöldin miklu í Moskvu á árunum
1936-1938 sem griðasáttmálann við Hitler og aðgerðir Sovétmanna í
kjölfar hans. Þá mátu ýmsir finnska vetrarstríðið á annan hátt, eftir að
Pinnar gerðust samherjar Hitlers í innrásinni í Sovétríkin og Leníngrad
lenti í umsátri Þjóðverja í tvö og hálft ár, sem kostaði eina milljón
^orgarbúa lífið. Undirtektir við fjársöfnun, sem Fulltrúaráð
verkalýðsfélaganna efndi til í febrúar 1943 í þágu Rauða kross Sovét-
ri\janna, taka af öll tvímæli um, að Sovétríkin voru ekki í annan tíma
betur kynnt hér á landi en þessi misseri.10
En veigamesta skýringin á sigurgöngu Sósíalistaflokksins í
Þrennum kosningum á árinu 1942 er tvímælalaust forysta hans í
’’skæruhernaðinum“, þeirri sérstæðu kjarabaráttu sem háð var á því ári.
y*eð þeim árangri, sem þar náðist, var lagður grunnurinn að lífskjara-
yltingu íslenskrar alþýðu, og stigið stærsta einstaka skrefið á leið
kennar frá fátækt til bjargálna. Má með sanni segja, að þarna hafi Sósí-
al*staflokkurinn jafnt sem íslenskur verklýður verið að njóta ávaxtanna
a*. auknum pólitískum og stéttarlegum þroska, sem hann hafði heyjað
Se' * hörðum stéttaátökum kreppuáranna.
Um áramótin 1941-1942 voru aðstæður allar í atvinnumálum ger-
leyttar frá því sem áður var. Atvinnuleysið var horfið, og þvert á móti
ni*kil eftirspurn eftir vinnuafli. Við slíkar aðstæður er það ekki á valdi