Andvari - 01.01.2002, Page 72
70
SIGURÐUR RAGNARSSON
ANDVARI
1943. Á árunum 1942-1944 var Einar Olgeirsson öðrum fremur í fyr-
irsvari fyrir Sósíalistaflokkinn í sjálfstæðismálinu. I maí 1942 kaus
alþingi milliþinganefnd í stjórnarskrármálinu. Var sú nefnd kosin með
hlutfallskosningu, en það þýddi að sósíalistar fengu þar engan fulltrúa.
Einar beitti sér kröftuglega fyrir því, að allir þingflokkar fengju full-
trúa í nefndinni, en tillaga hans um það var kolfelld.311 september 1942
ákvað alþingi að stokka upp skipan nefndarinnar, og sátu upp frá því í
henni tveir fulltrúar frá hverjum þingflokki. Þeir Einar og Áki Jakobs-
son voru fulltrúar Sósíalistaflokksins. I nefndinni var einkum ágrein-
ingur um, hvaða aðferð skyldi viðhöfð við forsetakjör. Þeir Einar og
Áki lögðu til, að forsetinn yrði þjóðkjörinn. Sú tillaga fann þó ekki náð
fyrir augum annarra nefndarmanna. Þeir vildu, að sameinað þing kysi
forsetann, og við það var miðað í því frumvarpi, sem nefndin skilaði
af sér hinn 7. apríl 1943.4> Það kom hins vegar í ljós, að tillögur sósía-
lista í þessu efni voru í fullu samræmi við eindreginn þjóðarvilja. Sá
vilji kom skýrt fram í niðurstöðum skoðanakönnunar, sem birtust í
jólahefti tímaritsins Helgafells 1943, en þar lýstu 79% aðspurðra
stuðningi við þjóðkjör forsetans. Þessu atriði var því breytt í meðförum
alþingis.5) Milliþinganefndin á einnig höfundarréttinn að hinu merka
stjórnarskrárákvæði um málskotsrétt forseta til þjóðarinnar. Einar lýsti
því viðhorfi síðar, að hann teldi þetta ákvæði ákaflega dýrmætt, en
harmaði jafnframt, að enginn forseti hefði látið á það reyna, því að til-
efnin hefðu verið ærin.6) Það kom einkum í hlut lýðveldisnefndar
alþingis að fylgja eftir áformum um sambandsslit og lýðveldisstofnun
síðasta áfangann, en Einar sat í þeirri nefnd fyrir hönd Sósíalista-
flokksins ásamt Brynjólfi Bjarnasyni. Flokkurinn snerist mjög önd-
verður gegn tillögu Sveins Björnssonar ríkisstjóra í janúar 1944 um
sérstakan þjóðfund til að undirbúa lýðveldisstofnun og taldi hana til
þess eins fallna að tefja málið og drepa því á dreif. Það var ekki hvað
síst þetta útspil ríkisstjóra, sem olli því, að sósíalistar töldu Svein
Björnsson ekki traustsins verðan sem forseta og skiluðu því auðu við
forsetakjörið á Þingvöllum 17. júní 1944. Við hátíðarhöld í Reykjavík
daginn eftir flutti Einar ræðu af hálfu Sósíalistaflokksins. Þá mælti
hann eftirfarandi orð, sem tjá tilfinningu, sem á þeim tíma var áreiðan-
lega djúprætt með þjóðinni:
Islenska þjóðin hefur endurreist lýðveldið sitt í trúnni á sjálfa sig, á óafseljan-
legan rétt sinn til að ráða þessu landi. Vér höfum getað gert þetta, vegna þess