Andvari - 01.01.2002, Page 76
74
SIGURÐUR RAGNARSSON
ANDVARI
svikráð gegn ríkjandi þjóðskipulagi.12’ Þá ber ritstjórnargrein Alþýðu-
blaðsins 14. september með sér, að höfundur hennar var ekki heldur
sérlega forlyftur í þessum hugmyndum. Þar sagði undir lokin: „Ræða
Einars Olgeirssonar stóð ekki nema hálfa klukkustund. En svo lengi að
minnsta kosti fékk þjóðin að lifa í paradís þeirra skýjaborga, sem hann
var svo fljótur að byggja úr froðunni einni saman“. Aður hafði leiðara-
höfundurinn einnig sagt, að ræðan ætti sannarlega skilið „að geymast
með þjóðinni til minningar um hvort tveggja í senn: hlægilegasta
skýjaglópinn og tungumjúkasta hræsnarann, sem sæti hefir átt í sölum
alþingis“. Af öllu þessu má ráða, að það var síður en svo sjálfgefið að
nýsköpunarstjómin kæmist á laggirnar.
Utanþingsstjórnin baðst lausnar, þegar alþingi vildi ekki þýðast
frumvarp hennar um dýrtíðarráðstafanir. Komst þá að nýju skriður á
viðræður flokkanna um myndun þingræðisstjórnar, en þær viðræður
leiddu að lokum til myndunar nýsköpunarstjómarinnar. Hér eru engin
tök á að rekja það ferli nákvæmlega, en drepið skal á nokkur atriði.131
I fyrstu snerust viðræðurnar um myndun stjórnar allra flokka, en þar
kom, að Framsóknarflokkurinn dró sig út úr þeim viðræðum. Það gerði
flokkurinn í trausti þess, að hinir flokkarnir þrír næðu ekki saman. Um
það efni mun forysta flokksins hafa byggt á upplýsingum frá Stefáni
Jóh. Stefánssyni, formanni Alþýðuflokksins. Hún taldi því einungis
tímaspursmál, hvenær sjálfstæðismenn áttuðu sig á því, að eini mögu-
leikinn á myndun meirihlutastjórnar fælist í samstarfi þeirra við fram-
sóknarmenn. Staðan var sú, að 25 þingmenn af 52 voru eindregið
hlynntir myndun stjórnar, sem hefði nýsköpun atvinnulífsins að meg-
inmarkmiði. Það voru allir tíu þingmenn Sósíalistaflokksins, og 15 af
20 þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Afstaða Alþýðuflokksins réð
því úrslitum, en þar voru skoðanir mjög skiptar. I stjórnarmyndunar-
viðræðunum náðu hin andstæðu öfl innan flokksins þó saman á þeim
grunni að gera miklar og harðar málefnakröfur á hendur Sjálfstæðis-
flokknum. Vakti þá vafalaust fyrir mörgum, að viðræðurnar myndu
steyta á því að sjálfstæðismenn teldu þær óaðgengilegar. Táknræn í
þessu sambandi var krafan um, að stjórnin beitti sér fyrir því að sett
yrði tryggingalöggjöf, sem jafnaðist á við það, sem best gerðist í heim-
inum. Sósíalistaflokkurinn gat að sjálfsögðu tekið undir öll þessi
stefnumál Alþýðuflokksmanna, en afstaða hans var sú, að gera þau
ekki að úrslitaatriðum. En Ólafur Thors sá við hverri leikfléttu „stjórn-
arandstæðinga“ í Alþýðuflokknum og svo fór að lokum, að þing-