Andvari - 01.01.2002, Side 79
ANDVARl
EINAR OLGEIRSSON
77
aftur í stríðslok, en einnig hugðist hún afla nýrra markaða í austan-
ýerðri álfunni. í því skyni voru þeir Einar og Pétur Benediktsson gerðir
ut af örkinni í ágústlok 1945 sem sendifulltrúar ríkisstjórnarinnar til
Finnlands, Sovétríkjanna, Póllands og Tékkóslóvakíu.l7) í framhaldi af
sendiför þessari barst í byrjun mars 1946 tilboð frá Sovétmönnum um
gerð viðskijjtasamnings með skilmálum, sem voru Islendingum einkar
hagstæðir. Á árunum 1946-1947 voru Sovétmenn næststærstu kaup-
endur íslenskra afurða á eftir Bretum. Bæði árin keyptu þeir mun meira
af íslendingum en sem nam útflutningi þeirra til íslands, og fengu
islendingar mismuninn greiddan í dollurum og pundum. Vafalaust hafa
Pólitísk sjónarmið ráðið miklu um þau hagstæðu kjör, sem íslend-
lngum buðust, enda sagði Ólafur Thors, þegar upphaflega tilboðið
^0ru: „Ja, það er auðséð, að þeir ætla ekki að láta Kanann fá okkur
ókeypis“.
Af sjónarhóli sósíalista urðu þó lífdagar nýsköpunarstjórnarinnar
skemmri en skyldi, og kom þar til ásælni Bandaríkjamanna eftir hern-
aðaraðstöðu hér á landi. Hinn 1. október 1945 barst orðsending frá
pandaríkjastjórn, þar sem hún falaðist eftir þremur herstöðvum til
angs tíma, Keflavíkurflugvelli sem herflugvelli, Skerjafirði sem sjó-
jwgvélastöð og Hvalfirði sem flotastöð. Sósíalistaflokkurinn tók strax
Pá afstöðu, að það varðaði stjórnarslitum, ef gengið yrði að kröfum
andaríkjastjórnar. Þegar fréttist um herstöðvabeiðnina, barst mót-
•nælabylgja um allt þjóðfélagið. Er það til marks um, að sá andi, sem
ýðveldisstofnunin hafði vakið, logaði enn glatt með þjóðinni. Þessari
yrstu lotu lauk svo, að beiðni Bandaríkjamanna um herstöðvar til 99
aia var hafnað. Sósíalistar lögðu í aðdraganda alþingiskosninga í júní
‘^46 áherslu á, að Bandaríkin stæðu við ákvæði herverndarsamnings-
lns Uin að hverfa brott með herafla sinn, enda ófriðnum lokið. Kosn-
!ngaúrslitin staðfestu vinsældir nýsköpunarstjórnarinnar meðal þjóðar-
j^nar- Að kosningum loknum hóf Ólafur Thors viðræður við fulltrúa
andaríkjastjórnar á bak við ráðherra sósíalista. Þær viðræður voru þó
a öðrum grund.Velli en áður, því að Bandaríkjamenn höfðu áttað sig á
P^b að þeir þyrftu að sætta sig við lágmarksaðstöðu fyrir her sinn hér
d landi í fyrstu atrennu.18) Afrakstur þessara viðræðna var hinn svokall-
u 1 Keflavíkursamningur, sem alþingi samþykkti 5. október 1946.
amkvæmt þessum samningi hétu Bandaríkjamenn að flytja her sinn á
r°tt frá Islandi innan sex mánaða og afhenda íslendingum Keflavík-
lugvöll til eignar og umráða. Á móti skyldu þeir fá afnot af vellinum