Andvari - 01.01.2002, Page 81
aNDVARI
EINAR OLGEIRSSON
79
M ársins 1962. Allan þennan tíma var hann helsti málsvari flokks síns
Jafnt innan þings sem utan, og sé horft til þess, hve mikinn þátt hann
jafnan tók í umræðum á alþingi og einnig höfð í huga stjórnmálaskrif
hans í Rétt, verður varla annað sagt en hann hafi tekið þetta hlutverk
Sltt mjög alvarlega. Jónas Árnason rithöfundur, flokksbróðir Einars og
samþingsmaður um skeið á þessum árum, hefur brugðið upp mynd af
Einari í hinu daglega pólitíska hversdagsamstri: „Á honum mæddi
Puðið, og hann var alltaf í símanum talandi í allar áttir þegar hann var
heima... Hann var alltaf að moka, þjappa og hlúa að, ef uppblástur
Vll'tist vera kominn í hreyfinguna../4.0 Orð sem Magnús Kjartansson
!ét falla í grein, sem hann skrifaði í Þjóðviljann í tilefni af 75 ára
aimaeli Einars, staðfesta á sinn hátt ummæli Jónasar. Þar minnti
Nlagnús á, að hann hefði verið ritstjóri blaðsins í um 7000 daga, og
a|lan þann tíma hefði Einar nánast daglega og stundum oft á dag haft
Vlð sig símasamband til að reifa hugmyndir um, hvernig blaðið gæti
best haldið á málum til sóknar og varnar fyrir málstaðinn.
Fylgissveiflan til Sósíalistaflokksins í kosningunum 1942 var
°venju stór á íslenskan mælikvarða. Forysta flokksins virðist þó hafa
§ert sér vonir um, að framhald gæti orðið á þeirri þróun, ef marka má
uiálflutning Þjóðviljans í aðdraganda bæjarstjórnarkosninganna í
^eykjavík í ársbyrjun 1946.2) Það gekk þó ekki eftir, því að kosning-
urnar það ár staðfestu aðeins þá stöðu, sem Sósíalistaflokkurinn hafði
aunnið sér. Upp frá því má segja, að flokkurinn hafi staðið í varnarbar-
attu, sem miðaði að því að halda fengnum hlut, og tókst það að mestu.
, staða flokksins skoðuð í alþjóðlegu samhengi, kemur í ljós, að
asamt kommúnistaflokkum Frakklands og Ítalíu og Lýðræðisbanda-
aginu í Finnlandi voru Sósíalistaflokkurinn og síðar Alþýðubanda-
agið þeir flokkar kommúnista og vinstri sósíalista í Vestur-Evrópu,
SeiT1 rnests fylgis nutu.
Með gildum rökum má skipta tveimur síðustu áratugunum á stjórn-
utalaferli Einars Olgeirssonar í þrjú aðskilin tímabil, sem hvert um sig
afði sín sérkenni og bauð upp á sérstakar baráttuaðstæður. Fyrsta
brnabilið tók til áranna 1947-1953. Þetta voru svæsnustu ár kalda
s|ríðsins, og þau einkenndust ekki síst af því, að andstöðuflokkar sósí-
a lsta stóðu þétt saman um að reyna að einangra þá og draga sem mest
Ur úhrifum þeirra í íslenskum stjórnmálum. Þetta var ekki síst áberandi
a vettvangi verkalýðshreyfingarinnar, en forysta sósíalista í ASÍ frá
y42 hafði verið einn helsti lykillinn að áhrifum þeirra á stjórnmála-