Andvari - 01.01.2002, Síða 82
80
SIGURÐUR RAGNARSSON
ANDVARI
sviðinu. Á þingi ASÍ árið 1948 stóðu Alþýðuflokksmenn, framsóknar-
menn og sjálfstæðismenn saman um að fella sósíalista frá stjórnarsetu
í sambandinu, og hélt þetta bandalag þríflokkanna völdum í Alþýðu-
sambandinu allt til ársins 1954. Sósíalistar héldu þó áfram meirihluta í
Fulltrúaráði verkalýðsfélaganna í Reykjavík. Það segir sína sögu um,
hve langt verkalýðsforysta þríflokkanna, og þá einkum Alþýðuflokks-
ins, var reiðubúin að ganga til að veikja stöðu sósíalista í
verkalýðshreyfingunni, að hún leitaði til Bandaríkjamanna um fjár-
stuðning í því skyni. Var þeirri bón vel tekið, og kostuðu Bandaríkja-
menn margháttaða útgáfustarfsemi og erindrekstur í þágu stjórnar-
meirihlutans í ASI á árunum 1952-1954. M. a. kom til landsins á
þeirra vegum sérstakur „verkalýðsfulltrúi“ til að skipuleggja kosninga-
baráttuna fyrir fulltrúakjör á þing Alþýðusambandsins bæði þessi ár.3)
Annað tímabilið stóð frá 1954-1958. Ein forsenda þess var þíða í
kalda stríðinu á alþjóðavettvangi, en jafnframt opnuðust sósíalistum
ákveðin sóknarfæri á innlendum vettvangi. Þau fólust annars vegar í
því, að vaxandi andstaða var meðal þjóðarinnar við hersetu Banda-
ríkjamanna hér á landi. Sú viðhorfsbreyting fær áþreifanlega staðfest-
ingu í niðurstöðum leynilegrar skoðanakönnunar, sem Bandaríkja-
menn létu gera árið 1955. Könnunin leiddi í ljós, að 63% þeirra sem
tóku afstöðu voru andvíg varnarsamningnum frá 1951. Var andstaðan
mikil í öllum flokkum og stéttum.4) Að hinu leytinu breyttist vígstaðan
í verkalýðsmálum verulega, þegar ný samfylking sósíalista og stuðn-
ingsmanna Hannibals Valdimarssonar, sem þá hafði nýlega verið
felldur frá endurkjöri sem formaður Alþýðuflokksins, komst til valda í
ASI á þingi þess haustið 1954 og stýrði sambandinu allt til ársins
1968.5) Stofnun Alþýðubandalagsins sem kosningabandalags sósíalista
og Málfundafélags jafnaðarmanna vorið 1956 var síðan ávöxtur
þeirrar samfylkingar. Það vann góðan sigur í kosningum þá um sum-
arið og tók þátt í myndun vinstri stjórnar að kosningum loknum. Þar
með urðu sósíalistar aðilar að ríkisstjórn í annað skiptið á lýðveldistím-
anum.
Þriðja tímabilið hófst með myndun viðreisnarstjórnar Sjálfstæðis-
flokks og Alþýðuflokks 1959, en þá var Alþýðubandalagið í stjórnar-
andstöðu og vaxandi innanflokksátök í Sósíalistaflokknum.
En víkjum þá sérstaklega að hlut Einars Olgeirssonar í stjórnmála-
átökum þessara ára. Lífsskoðun Einars og grundvallarviðhorf í stjórn-
málum var einkum ofið úr þremur þáttum: alþjóðahyggju