Andvari - 01.01.2002, Page 84
82
SIGURÐUR RAGNARSSON
ANDVARI
efni og umræðum á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Durban um sama
mál eigi alls fyrir löngu.
Barátta Einars og samherja hans miðaði í upphafi að því að losa
íslenska alþýðu af klafa þeirrar fátæktar, sem verið hafði fylgikona
hennar um aldir. Einar lagði alla tíð höfuðáherslu á, að það verk yrði
alþýðan sjálf að vinna og þann sigur gæti hún unnið í krafti samtaka-
máttar síns. Eftir lífskjarabyltingu stríðsáranna varð verkefnið annað
og að sumu leyti örðugra viðfangs. Nú stóð slagurinn um að viðhalda
byltingar- og stéttarvitund verkalýðsins við gerbreyttar aðstæður og að
skerpa vitund alls fjöldans fyrir því, að kjara- og réttarbætur, sem
alþýða manna áynni sér í auðvaldsþjóðfélagi, væru ávallt í hættu, nema
samtök alþýðu héldu styrk sínum og gætu ráðið stjórnarstefnunni eða
a. m. k. haft úrslitaáhrif á hana.
I síðara hefti Réttar 1940 skrifaði Einar greinina „Sjálfstæðisbarátta
Islands hin nýja“. Titill þessarar greinar getur staðið sem eins konar
yfirskrift yfir þeim þættinum, sem einna gildastur var í stjórnmálabar-
áttu Einars upp frá því. Hann hefur sjálfur lýst þeim áhrifaþáttum, sem
mótuðu viðhorf hans til sjálfstæðis- og þjóðfrelsismála Islendinga
þegar á unga aldri:
Kynslóð mín erfði fátækt og frumstætt þjóðfélag, sem fimmtungur þjóðarinnar
hafði flúið áratugina báðum megin við aldamótin, og jafnframt vorhug, sem
var að gagntaka hana. Hún tók einnig í arf þúsund ára sögu, minningar, sem
ýmist brunnu í blóði hennar eða fengu hana til þess að bera höfuðið hátt. ... Við
sem fæddumst um aldamótin síðustu, ólumst upp við lestur Islendingasagna og
lærðum síðar sem fullorðnir að skilja og meta hið stórfenglega gildi þeirra og
boðskap. Þessi forni arfur varð kynslóðinni eitt af fyrirheitum þess, að hún gæti
öðlast þjóðfrelsi að nýju, rétt eins og martröð nýlendualdanna varð henni við-
vörun að lenda aldrei aftur í erlendum fjötrum.8)
Það varð áleitið umhugsunarefni fyrir þessa fullveldiskynslóð, hvernig
hin fámenna, íslenska þjóð gæti varðveitt og treyst nýfengið frelsi og
yfirráðin yfir landi sínu með voldugustu heimsveldin sitt hvorum
megin hafsins. Sjálfur var Einar ekki í vafa um úr hvaða átt sjálfstæði
Islands væri einkum hætta búin. Viðhorf hans í því efni kemur skýrt
fram í heiti fyrri minningabókar hans, Island í skugga heimsvalda-
stefnunnar. Island hafði um aldir verið á valdsvæði breska flotans, og
að fengnu pólitísku fullveldi úr hendi Dana náðu Bretar fjárhagslegum
tökum á landinu. Með uppgangi nasismans og valdatöku nasista í