Andvari - 01.01.2002, Side 85
ANDVARI
EINAR OLGEIRSSON
83
Þýskalandi bættist þýska heimsvaldastefnan við sem nýr ógnvaldur.
Með samningum sínum við Bandaríkin haustið 1940 lýsti breska
heimsveldið sig þrotabú, sem Bandaríkjamenn hófu þá þegar að yfir-
taka. I fyrrnefndri Réttargrein kemur fram, að Einar gerði sér mætavel
grein fyrir því, hvað sá samningur merkti í raun og hvaða afleiðingar
hann gæti haft fyrir framtíðarstöðu íslands.9) Áhyggjur hans í því efni
homa líka skýrt fram í greininni „Baráttan um tilveru íslendinga“, sem
hann skrifaði í 2. hefti Réttar 1943. Að dómi Einars áttu þó íslendingar
e*nn sterkan leik á borði, eins og sjá má af eftirfarandi orðum í nýsköp-
nnarræðu hans á alþingi 11. september 1944:
Vér vitum..., að hvað sem stórþjóðimar kunna að hugsa sér viðvíkjandi
Islandi, þá hafa þær þó eitt sameiginlegt: þær kæra sig ekki unt það, hver um
sig, að hinar fái hér drottnunaraðstöðu. Og það er þetta, sem við eigum að nota
okkur, til þess að tryggja raunverulegt sjálfstæði landsins, og Ijá engri einstakri
þeirra fangstaðar á oss, en hafa vináttu við þær allar.10’
hhn slíka stefnu vildi hann skapa þjóðarsamstöðu. Sósíalistaflokkurinn
hafði þegar svarað því fyrir sitt leyti á flokksþingi sínu 1942, hvernig
htfæra mætti þessa stefnu. í ályktun, sem þar var samþykkt, var lagt til
>,að leitað yrði samninga við Bretland, Sovétríkin og Bandaríkin og
stjórnir annarra frjálsra þjóða um öryggi íslands og sameiginlega
l’Yggingu fyrir friðhelgi þess og algeru sjálfstæði er friður verður sam-
lnn í styrjaldarlok“. Einar áréttar svo þessa hugmynd í Réttargrein
strini frá 1943.n) Hún er í reynd svipuð þeirri tillögu, sem Einar reifaði
í ntvarpsávarpi sínu 1. desember 1938 í tilefni 20 ára afmælis fullveld-
lsins, og þetta var sá valkostur, sem Sósíalistaflokkurinn tefldi fram í
nniræðunum um aðildina að Atlantshafsbandalaginu 1949. Ávallt var
V'Ö það miðað, að reynt yrði að fá fram þessar viðurkenningar og
hyggingar stórveldanna án þess að þau fengju hér herstöðvar eða ítök.
Ohikað má fullyrða, að ekkert hafi Einari Olgeirssyni sviðið sárar á
st)órnmálaferli sínum en horfa upp á, hvernig ráðandi öfl í þjóðfélag-
'nu köstuðu hlutleysisstefnunni fyrir róða og ánetjuðu vopnlausa smá-
PJóð í hernaðarkerfi Bandaríkjamanna með aðild að hernaðarbandalagi
°§ herstöðvum í landinu. Áform Bandaríkjamanna um varanlega hern-
nðaraðstöðu hér á landi frá 1945 höfðu ekkert breyst, þótt þeir hefðu
Seð sig tilneydda að draga í land í bili. Keflavíkursamningurinn gaf
Peini viðspyrnu til að sækja fram til frekari ítaka, þegar færi byðist.
Með Marshallhjálpinni gafst Bandaríkjamönnum tækifæri til að koma