Andvari - 01.01.2002, Side 86
84
SIGURÐUR RAGNARSSON
ANDVARI
ár sinni betur fyrir borð hér á landi, auka áhrif sín í þjóðlífinu og greiða
fyrir framgangi áhugamála sinna, sem ekki síst beindust að aukinni
hemaðaraðstöðu og því að hefta áhrif sósíalista í íslenskum stjóm-
málum. Ljóst er, að á þessum misserum réðu ýmsir forystumenn þrí-
flokkanna ítrekað ráðum sínum með bandarískum sendiráðsmönnum
um það, hvernig best væri að haga baráttunni gegn sósíalistum og
hvernig draga mætti úr áhrifum þeirra í stjórnkerfinu.12) Þegar áformin
um Marshallhjálpina voru fyrst kynnt, datt víst fáum í hug, að íslend-
ingar kæmu þar við sögu, enda aðstoðin ætluð til viðreisnar
stríðshrjáðum þjóðum Evrópu. Ríkisstjóm þríflokkanna sá sér þó fljót-
lega leik á borði að sækja um aðild að áætluninni til að styrkja stöðu
sína í glímunni við vaxandi efnahagsvanda, sem hugsanlega hefði
getað orðið vatn á myllu sósíalista. Sósíalistaflokkurinn var andvígur
þátttöku Islands í Marshalláætluninni. Hann taldi hana lið í heims-
valdastefnu Bandaríkjanna og henni fylgdu ýmis þau skilyrði, sem
skertu pólitískan og efnahagslegan sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar.
Það liggur a. m. k. ljóst fyrir, að forsenda þess að ríki fengi aðild að
áætluninni var að „kommúnistar“ ættu ekki aðild að ríkisstjóm og
fallið yrði frá öllum róttækum hugmyndum um endurskipulagningu
efnahagslífsins á sósíalískum forsendum.l3) Einar Olgeirsson var aðal-
talsmaður sósíalista í umræðum um Marshallhjálpina á alþingi og
sagði þá m. a.: „Hvað mundi koma næst á Islandi, þegar við þiggjum
slíkar gjafir með því hugarfari, sem ríkisstjórnin vill skapa hjá þjóð-
inni? Eg er hræddur um, að það komi dálítið ákveðnari kröfur um her-
stöðvar og ennþá hatrammari framkvæmdir Ameríkumönnum í vil en
þegar er orðið“.14) Það má svo kallast kaldhæðni örlaganna, að þegar
upp var staðið, varð hlutur íslendinga langmestur allra þeirra þjóða,
sem þáðu efnahagsaðstoð Bandaríkjanna á árunum 1948-1952.15) Réð
þar mestu, að Bandaríkjamenn töldu slíkt örlæti samrýmast stjórn-
málahagsmunum sínum og íslenskir ráðamenn lærðu fljótt að ganga á
það lagið.
Með samþykkt alþingis 30. mars 1949 var staðfest þátttaka íslend-
inga í Atlantshafsbandalaginu. Undirbúningur að stofnun bandalagsins
var kominn á fullan skrið er leið á árið 1948, og var ísland nefnt til
sögu í því sambandi. Hér eru engin tök á að rekja þær miklu deilur,
sem urðu um aðildina, jafnt innan þings sem utan. Ríkisstjórnin hafði
lengi vel þá afstöðu að ræða málið sem minnst opinberlega, og ekki var
utanríkismálanefnd, þar sem Einar Olgeirsson átti sæti fyrir hönd Sósí-