Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2002, Síða 92

Andvari - 01.01.2002, Síða 92
90 SIGURÐUR RAGNARSSON ANDVARI ískt þjóðfélag. Þar sem ósigur Sovétríkjanna myndi vera ósigur fyrir verkalýðinn um allan heim, berst hann á móti hvers konar einangrunar- tilraunum, árásarherferðum, spellvirkjum auðvaldsins og öllum óhróðri gegn hinu nýja þjóðfélagi. Flokkurinn vill auka hið viðskiptalega og menningarlega samband við Sovétríkin og veita óhlutdræga fræðslu um baráttu þeirra fyrir sköpun sósíalismans“.27) Sú jákvæða afstaða, sem hér kemur fram, felur ekki í sér, að Sovétríkin væru fyrirmynd, sem apa ætti eftir í einu og öllu. En í henni fólst viðurkenning á því, að Sovét- ríkin færu fyrir í þeirri miklu þjóðfélagstilraun, sem fólst í því að byggja upp sósíalískt þjóðfélag, og að þau væru valdagrundvöllur sósíalismans í heiminum. Einar Olgeirsson kvað upp úr með það árið 1946 í grein- inni „Nokkrar hugleiðingar um lýðræði og baráttuna fyrir því“, að eins flokks kerfið í Sovétríkjunum væri sérstakt sögulegt fyrirbrigði, bundið við þróunina í þeim ríkjum og á engan hátt fordæmi um það fyrirkomu- lag, sem yrði í öðrum löndum.28) Og hann hamraði líka æ ofan í æ á sér- stöðu íslendinga meðal þjóða heims, sem ætti að gera þeim kleift að koma á sósíalisma með friðsamlegum hætti eftir þingræðisleiðum í samræmi við sögulegar erfðir þjóðarinnar og aðstæður í landinu. Víst er, að skoðanir af þessu tagi áttu ekki upp á pallborðið hjá sovéskum valdsmönnum á árunum eftir stríð og sama má segja um þá afstöðu íslenskra sósíalista að taka á engan hátt undir fordæmingu Sovétmanna á Júgóslövum eftir að í odda skarst með þeim árið 1948.29) Á árunum eftir stríð áttu íslenskir sósíalistar margvísleg samskipti við sósíalísku löndin. Sósíalistaflokkurinn sendi áheyrnarfulltrúa á þing valdaflokka í þessum löndum, og hann hafði milligöngu um, að ungir flokksmenn gætu komist þangað til náms. Einnig þáði flokkur- inn boð um að senda sendinefndir af ýmsu tagi til þessara ríkja, og flokksmenn beittu sér fyrir stofnun vináttufélaga til að rækta menning- arsamskipti við þau. Sem formaður flokksins var Einar Olgeirsson öðrum fremur á oddinum í þessum og öðrum alþjóðlegum sam- skiptum. Ekki alls fyrir löngu hafa komið fram heimildir, sem gefa til kynna fjárhagslega fyrirgreiðslu sovéskra kommúnista við íslenska sósíalista. Samkvæmt þeim fékk flokkurinn fjárstyrk nokkrum sinnum á árunum 1955-1966, auk þess sem bókmenntafélagið Mál og menning fékk fjárstuðning við önnur tækifæri. Var hér um verulega upphæð að ræða. Þótt ekki verði um það sagt með fullri vissu, bendir flest til, að mestallt eða allt það fé, sem hér um ræðir, hafi runnið til Máls og menningar, sem reist hafði sér hurðarás um öxl með byggingu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.