Andvari - 01.01.2002, Side 93
ANDVARI
EINAR OLGEIRSSON
91
stórhýsis við Laugaveg. Víst er um það, að forystumenn sósíalista
töldu miklu varða að Mál og menning héldi sínum hlut í þeiiri menn-
•ngarbaráttu, sem háð var hér á landi á þessum kaldastríðsárum og risa-
veldin tvö tóku þátt í leynt og ljóst.30)
I ljósi þess, sem hér hefur verið sagt, þarf engan að undra, þótt
atburðir á borð við leyniræðu Krústsjovs um Stalín á 20. flokksþingi
sovéska kommúnistaflokksins í febrúar 1956 og uppreisnina í Ung-
verjalandi þá um haustið hafi komið illa við forystu og flokksmenn
Sósíalistaflokksins. Þjóðviljinn fjallaði um ræðuna í leiðara og krafð-
lst þess fyrir hönd sósíalista um allan heim, að tryggt yrði að slíkir
atburðir endurtækju sig ekki svo að „sósíalistar þurfi aldrei oftar að
bera kinnroða fyrir óhæfuverk, sem framin hafa verið af mönnum, sem
eiga að gegna því hlutverki að framkvæma hugsjónir sósíalismans“.3l)
Alþýðubandalagið samþykkti ályktun, þar sem hernaðaríhlutun rauða
hersins í Ungverjalandi var fordæmd. Sósíalistaflokkurinn fjallaði um
niálið á miðstjórnarfundi, en flokksforystan fékk því ráðið, að engin
ályktun var gerð um málið. Magnús Kjartansson skrifaði hins vegar
leiðara í Þjóðviljann, þar sem framferði Sovétmanna var harðlega
gagnrýnt. Með athæfi þeirra hefðu verið „þverbrotnar sósíalískar meg-
ínreglur um réttindi þjóða“ og einnig lagði blaðið áherslu á, að alþýðan
1 hverju landi yrði „sjálf að berjast fyrir félagslegum umbótum og
h°rna á sósíalisma í samræmi við þarfir sínar og aðstæður“.32) Þjóð-
viljinn var málgagn Sósíalistaflokksins og má því teljast fullvíst, að
báðir fyrrnefndir leiðarar hafi verið skrifaðir í samráði við formann
flokksins, Einar Olgeirsson, og hann lagt blessun sína yfir efni þeirra.
1 ntgerðinni „Hvert skal stefna?“ í Rétti 1957 freistar Einar þess að
§reina og leggja mat á þá ógnvænlegu atburði, sem orðið höfðu í Sov-
etríkjunum í valdatíð Stalíns. Niðurstaða hans var sú, að undirrót
ofarnaðarins lægi í því, að flokkur og ríkisvald hefðu runnið saman í
eitt og ríkisvaldið þannig gerst sjálfstætt vald óháð aðhaldi fjöldans og
samtaka hans.33) Á næstu árum voru gerðar tilraunir til að vekja á vett-
Vangi Sósíalistaflokksins gagnrýna umræðu um framkvæmd sósíal-
lsmans í ríkjum Austur-Evrópu. Upphaf þess má rekja til skýrslu, sem
oamsmenn í Austur-Þýskalandi sendu Einari Olgeirssyni árið 1957.
biðar gerðu heimkomnir námsmenn frá austantjaldslöndunum og
shoðanabræður þeirra frekari atrennur í þessa veru, en Einar Olgeirs-
s°n og aðrir úr hópi hinna eldri forystumanna daufheyrðust við þessum
°skum.34) Málið var þó ekki sett á oddinn, enda hefði opinská umræða