Andvari - 01.01.2002, Síða 95
ANDVARI
EINAR OLGEIRSSON
93
Yfirlit
Einar Olgeirsson markaði djúp spor í íslenskri stjórnmálasögu og þá
emkum í sögu vinstrihreyfingarinnar á íslandi. Forysta hans um upp-
tyggingu verkalýðshreyfingarinnar á Norðurlandi í upphafi stjórn-
málaferils síns átti mestan þátt í að tryggja Kommúnistaflokknum það
jarðsamband og þann grundvöll, sem dugði honum til að komast til
ahrifa í íslenskum stjórnmálum. Mörgum samtímamönnum Einars
yarð minnisstætt, hvernig hann ruddi Kommúnistaflokknum braut inn
a alþingi árið 1937. Fjöldafylgi Sósíalistaflokksins síðar var vafalaust
honum að þakka fremur en nokkrum öðrum. Sverrir Kristjánsson
homst svo að orði í grein um stjórnmálamanninn Einar Olgeirsson:
Þeim sem muna Einar Olgeirsson ungan hefur aldrei dottið í hug, að hann
mundi sætta sig við að verða innhverfur æðstiprestur í fámennum söfnuði trú-
aðra. Náttúran sjálf hafði gert hann að tribunus - alþýðuforingja í klassískum
stfl, manni fjöldans, leiðtoga múgsins. Ekki svo að skilja, að hann hafi ekki oft
orðið að synda á móti straumnum og stikla sína fossa fáliðaður. En mjög
snemma á ferli sínum einbeitti hann sér á fjöldann og vann hann til fylgis við
skoðanir sínar og hugsjónir.1'
Einari var vissulega margt vel gefið, sem einn stjórnmálamann má
Prýða. Hann var gæddur afburða mælsku og áhrifamikill ræðumaður á
sínu besta skeiði. Skal í því sambandi vitnað til orða, sem Ágúst Vig-
fússon tilfærir eftir sr. Páli Sigurðssyni í Bolungarvík, pólitískum and-
stæðingi Einars, eftir að sr. Páll hafði hlýtt á mál hans á fundi þar:
Eg hef víða farið og hlustað á heimsfræga ræðusnillinga. Ég verð að segja það,
að hann er einn mesti snillingur á sviðinu, sem ég hef séð. Allar hreyfingar
hans og látbragð er svo meistaralegt, að kalla má hreint listaverk. Það er þessi
fádæma snjalla framkoma sem fyrst og fremst hefur aflað honum þeirrar
lýðhylli sem hann nýtur. Hitinn, krafturinn, einlægnin. Trúboðskrafturinn,
þessi sannfæringarkraftur. Allt þetta fullvissar fólkið um, að honum sé alvara,
það megi treysta lionum. Hann er trúboði af guðs náð. Svona mann þyrfti
kirkjan að eignasl.2*
Einar fylgdist alla tíð mjög vel með alþjóðamálum og bjó yfir mikilli
Þekkingu á sögu íslands jafnt sem umheimsins. Átti hann í þeim efnum
hl að bregða sér í hlutverk læriföðurins í ræðustóli alþingis, svo að