Andvari - 01.01.2002, Qupperneq 96
94
SIGURÐUR RAGNARSSON
ANDVARI
ýmsum pólitískum andstæðingum þótti nóg um. Þá var hann einnig vel
heima í íslenskum og erlendum bókmenntum, einkum enskum og
þýskum, og naut þar háskólamenntunar sinnar. Æviverkið sýnir, að
Einar Olgeirsson bjó yfir mikilli atorku og dugnaði, og á löngum þing-
ferli varð hann gagnkunnugur viðhorfum stjórnmálanna og verkefnum
alþingis. Allir eru sammála um, að hann hafi verið gæddur miklum
persónutöfrum (,,karisma“), sem nutu sín ekki síst í þrengri hópi og
jafnvel í tveggja manna tali. Hafa margir orðið til að vitna um, hvernig
hann beitti pólitískum fortöluhæfileikum sínum til að hvetja menn til
dáða fyrir hreyfinguna, en einnig til að letja þá stórræðanna.3) Vafalaust
liggur þarna ein helsta skýringin á persónulegum vinsældum Einars og
pólitísku áhrifavaldi hans.
Pólitískir andstæðingar Einars brugðu honum oft og einatt um
ábyrgðarleysi í efnahagsmálum. Um það er því til að svara, að hér
hlýtur að skipta nokkru máli, af hvaða sjónarhóli málavextir eru skoð-
aðir og hvaða mælistiku menn nota. Víst er um það, að við mat á efna-
hagsstefnu og efnahagsaðgerðum horfði hann ætíð fremur til hags-
muna launastéttanna en til hagnaðar fjármagnseigenda. Þá hafa ýmsir
gagnrýnendur Einars á síðari árum bent á það sem veikleika í fari hans
sem stjórnmálamanns, að hann hafi reynt að koma sér undan því að
taka á erfiðum málum. Hafa þeir þá einkum horft til þeirra ágreinings-
efna, sem uppi voru í Sósíalistaflokknum síðasta áratuginn, sem hann
starfaði. Því er til að svara, að Sósíalistaflokkurinn var óskabarn Ein-
ars Olgeirssonar, og formennskan í flokknum var gildasti þáttur ævi-
starfs hans. Því lagði hann alla áherslu á að halda flokknum saman, en
forðaðist lengi að taka til umræðu á flokkslegum vettvangi mál, sem
hefðu getað valdið endanlegum klofningi flokksins. Þegar hins vegar
tíminn var fullnaður, hikaði Einar ekki við að styðja tillögu um að
leggja Sósíalistaflokkinn niður og stofna nýjan flokk íslenskra sósíal-
ista til samræmis við kröfur nýrra tíma.
Eiginlegur stjórnmálaferill Einars Olgeirssonar spannaði hátt í hálfa
öld, og hann hafði opinber afskipti af þjóðmálum í meira en sex ára-
tugi. Slíkt úthald ber í senn vitni ótrúlegum eldmóði og ódrepandi
áhuga á velferð meðbræðra sinna. Eftir að Einar lét af þingmennsku
1967 sótti hann allsherjarþing SÞ sem fulltrúi Alþýðubandalagsins, og
var það í eina skiptið, sem hann sótti Bandaríkin heim. Hann gerði að
vísu ekki víðreist, því að vegabréfsáritun hans takmarkaðist við lítið