Andvari - 01.01.2002, Page 105
andvari
KLUKKA ÍSLANDS f KIRKJUSÖGULEGU LJÓSI
103
Til þessarar samræðu um valdið og réttlæti þess er vísað hér til að rifja
UPP að söguefni Islandsklukkunnar er ekki kirkjulegt. Það hafa líka verið
færð fyrir því rök að í þeirri lífsskoðun sem ber verkið uppi sé varla að finna
nokkurn vott um kristin viðhorf til lífsins og að íslandsklukkan sé af þeim
sökum fullkomlega veraldleg saga.6 Því má spyrja hvort það sjónarhorn
kirkjusögunnar sem hér verður kynnt til leiks bæti einhverju við upplifun
°kkar af sögunni eða skilning á henni.
Málið er þó ekki svo einfalt. Öldungurinn úr Bláskógaheiðinni var þess
fullviss að „...það standi í gömlum bókum... að þegar austmenn komu hér
að auðu landi hafi þeir fundið þessa klukku í einum helli við sjó, ásamt krossi
Sem nú er týndur.“7
Klukka landsins átti sér því sakralt eða næstum heilagt upphaf.8 Hún
tengdist forsögu eða sköpunarsögu þjóðarinnar með einhverju dularfullu
móti. Ósjálfrátt tengjum við hana papasögnum íslendingabókar og Land-
uámu þótt kross sé hér kominn í stað bóka og bagla.9 Þegar klukkan var gerð
að dómklukku landsins var hún því „afhelguð“ eða sekularíseruð í eiginlegri
ftierkingu þess orðs. Þegar hún var höggvin niður af bjálka fyrir gafli lög-
réttuhússins á Þingvöllum, brotin þar á dyrahellunni og hafin til klakks á
burðarjálki kóngsböðulsins á Bessastöðum var annað skref tekið í sömu átt.
Af málmi hennar átti að steypa fallstykki til að bombardera svenska fjendur
Eanakonungs. Af íslandsklukkunni sjálfri fór því tvennum sögum: Trúarlegri
°g veraldlegri og var sú síðartalda að vísu öllu þekktari.
Svipað er því farið með skáldverkið íslandsklukkuna. Það er um margt
sannferðug sögutúlkun, raunsönn aldarfarslýsing og á köflum veruleikatrú
másögn af atburðum úr sögu landsins frá því skeiði er þjóðarsagan og
kEkjusagan féllu fram í sama farvegi án þess að skörp skil væru á milli.10 Að
Pví leyti til hafði lítið breyst allt frá dögum Ara fróða og annarrar mikillar
sögu af íslendingum, þ. e. íslendingabókar. í íslandsklukkunni er ekki alltaf
auðgreint hvar hinu jarðneska réttlæti sleppir og hið himneska tekur við, hvar
°mur Islandsklukkunnar þagnar og hljómur kirkjuklukknanna upphefst. Hið
Veraldlega valdsvið og hið andlega, kirkjan og ríkið, voru enn samslungin um
aldamótin 1700. Þess vegna ætti kirkjusagan að geta hjálpað okkur til að átta
°kkur betur á a. in. k. sumum undirtónum þessa skáldverks sem flestum öðr-
um iremur hefur orðið til að móta sjálfsmynd okkar sem þjóðar á öndverð-
um lýðveldistímanum."
Eins má draga í efa þá túlkun að íslandsklukkan sé fullkomlega veraldleg
Saga. A stund hinna miklu reikningsskila sem frá er sagt undir lok Hins ljósa
mans, annars þáttar þríleiksins, eru eftirfarandi orð lögð í munn blindum
glæpamanni: