Andvari - 01.01.2002, Síða 112
1 10
HJALTI HUGASON
ANDVARI
dómsskilningur. Það er því ástæða til að gefa persónusköpuninni nokkurn
gaum. Sá kirkjuskilningur sem endurspeglast með þessu móti er þó fremur
álit höfundarins sjálfs en að hann megi rekja til sögutíma verksins. Þarna er
því farið út fyrir viðfangsefni þessarar ritgerðar í þrengsta skilningi. Skal og
einvörðungu stiklað á stóru í þessu efni.
Biskupinn er aldrei nefndur á nafn og er hann litlausasta persóna þeirrar
þrenningar sem helst kemur fram sem málpípa kirkjunnar en henni tilheyra
auk biskupsins biskupsfrúin og dómkirkjupresturinn. Honum er fyrst lýst í
hinni mögnuðu innkomu í baðstofuna á Rein þegar allar helstu sögupersón-
urnar eru á sviðinu samtímis.S4 Þar er þessari mynd hans brugðið upp: „Fyrst-
ur sté yfir þröskuld Jóns Hreggviðssonar þrekvaxinn tignarmaður rjóður, í
víðri kápu, með hatt bundinn undir kverk, þúngt fíngurgull, silfurkross í festi
og dýra svipu.“55
Þó hann umgangist heimafólk í upphafi með sóknarprestinn sem meðal-
gangara komst hann að lokum við af hugarangri kerlingarinnar á bænum og
strauk „...með kristilegri linkind um votan eltiskinnsvánga hennar og reyndi
að fullvissa hana um að þeir mundu ekki taka neitt frá henni sem hana mun-
aði um.“56
Gleggsta lýsingin af biskupnum er þó þessi og er hann þá staddur á heima-
velli í Skálholti:
Innan skamms kom biskupinn með sitt stóra fas og krossinn í festi um hálsinn, breiður
sléttur og rjóður og lýsti af honum, útbreiðandi sinn evangeliska góðleiksfaðm mót öllum
trúandi og sléttandi úr hverri hrukku og hnökra vegna þess herrans pína boðar fögnuð, allra
vin af því drottinn vill sérhver mann skuli leysast, virðandi hvers manns orð á hægra veg
af því ekkert brjóst er lokað anda heilögum, uns þar gat komið, er nær dró úrslitum mála,
að hin kaldgráu augu hans náðu yfirhendi: af brosinu var ekki eftir nema hrukkumar, eins
og gárar verða eftir í sandi við útfiri, og biskupinn opinberaði þann skilníng máls sem
flesta varði síst.57
Hið ytra ber biskupinn öll einkenni velsældar. A yfiborðinu er fas hans og
mótað af velvilja og góðvild sem þó á sín mörk og þokar þegar á reynir fyr-
ir kaldri málafylgju. Gildismati og samfélagshugmyndum biskupsins kynn-
umst við svo í orðræðu þeirri sem spinnst undir borðum í Stórustofu í Skál-
holti veturinn þegar þau Arnas og Snæfríður dveljast þar bæði. Er það við
sama tækifæri og útliti hans og innræti er lýst á framangreindan hátt. Hér eins
og í annarri persónusköpun verksins mætum við þeirri viðleitni höfundar að
lýsa persónum eingöngu með ytra útliti, atferli, líkamlegum viðbrögðum eða
með þeirra eigin orðum, sem og því hvernig hann stillir sig stöðugt um að af-
hjúpa tilfinningar þeirra eða hugsanir.5S Við þetta tækifæri reynir biskupinn
að breiða bæði yfir þær andstæður sem ólguðu undir yfirborðinu milli borð-
nauta hans - assessorsins og dómkirkjuprestsins - og hinar þjóðfélagslegu