Andvari - 01.01.2002, Page 116
114
HJALTl HUGASON
ANDVARI
biskup Sveinsson sem reisti dómkirkju sem mótuð var af kirkjuarkítektúr
miðalda, orti Maríusaltara og bar mynd hennar í biskupshring sínum.76 Loks
voru trúarhættir alþýðu um margt mótaðir af kaþólskum hefðum löngu eftir
að sögutíma íslandsklukkunnar sleppir og jafnvel allt fram á 19. öld.77 Páp-
íska kerlingin sem þuldi á Ölfusáreyrum kann því vel að hafa átt sér margar
stallsystur í lok 17. aldar.7s
í íslandsklukkunni sameinast pápískir og lútherskir straumar e. t. v. best í
sjálfum dómkirkjuprestinum. Hann var stöðugt vændur um páfavillu sem átti
m. a. að koma fram í því að hann syngi á Maríusaltara og ákallaði „einn fer-
legan róðukross.1176 Trúarhættir hans virðast og hafa mótast af hefðbundnum
trúarsiðum er tengdu hann fremur við kaþólskar miðaldir en lútherska harð-
línu.80 í dómkirkjuprestinum er þó raunar brugðið upp fremur trúverðugri
mynd af hálærðum, húmanískt þenkjandi kirkjumanni ekki að öllu leyti
óáþekkum Brynjólfi biskupi hvað kaþólska slagsíðu áhrærir. Sérstaklega
tengir krossinn hann við meistara Brynjólf sem endurreisti með nokkrum
hætti róðukrossinn í Kaldaðarnesi sem tekinn hafði verið ofan í kjölfar siða-
skipta.81 Dómkirkjupresturinn sver þó ætíð af sér kaþólskuna með upphafi
Níkeujátningarinnar: Credo in unum Deum.82 Hörð siðakenning hans og
meinlæti tengja hann á hinn bóginn annarri grein evangelísks húmanisma
sem kenna má við Niels Hemmingsen prófessor í Kaupmannahöfn. Hemm-
ingsen var lærisveinn Melanchthons, samverkamanns Lúthers, og talinn hall-
ur undir kalvínskar trúarkenningar eins og margir sem svo var ástatt með.83
Hann var einnig lærifaðir Guðbrands Þorlákssonar þó ekki sé þar sérstaklega
átt við siðalærdóm hans.84 Ur þeirri átt gæti eitthvað af meinlætum dóm-
kirkjuprestsins verið upp runnið. Má í því sambandi benda á þá einföldu lífs-
hætti og jafnvel meinlæti sem Þórður biskup Þorláksson er sagður hafa
ástundað en hann var uppi á sögutíma íslandsklukkunnar eins og fram er
komið.85
I raun virðist Jórunn biskupsfrú í Skálholti vera hreinræktaðasti lúther-
aninn sem fyrir kemur í sögunni.86 Kunna „lögmál“ skáldverksins sjálfs að
vera þar að verki en með þessu móti myndar hún skarpa andstæðu við yngri
systur sína, Snæfríði. Eins mætti líta svo á að hér væri um tilraun til sögulegs
raunsæis að ræða er þá byggir á þeim skilningi að kvenþjóðin hafi ekki ver-
ið eins mótuð af guðfræðiáherslum húmanismans og langmenntaðir háklerk-
ar. Afdráttarlaus trúarkenning biskupsfrúarinnar kemur best í ljós í samræð-
um þeirra systra við Arnas í dyngju biskupsfrúar í Skálholti. Þar segir hún
m. a. um forna „þjóðfrelsishetju“ Islendinga:
Einginn efar,..., að Jón Arason var mikil bardagahetja og fomíslendíngur, en ler ykkui
ekki kalt milli skinns og hörunds að hugsa til þess ef sá ribbaldi hefði sigrað, og þar með
páfavillan. Ég bið minn frelsara hjálpa mér.