Andvari - 01.01.2002, Page 117
ANDVARI
KLUKKA ÍSLANDS í KIRKJUSÖGULEGU UÓSI
115
Uppistaðan í kenningu Jórunnar biskupsfrúar var einnig hin hreina og klára
niðurstaða Marteins Lúthers um réttlætingu af trú einni saman. Eftir langa og
hrífandi lýsingu Arnasar á prósessíu pílagríma um stræti Rómaborgar á fagn-
aðar- eða júbílári líkt og haldið var þar í borg árið 2000 er henni spurn: „Eða
fanst yður ekki syrgilegt að hugsa útí alt þetta fáráða villufólk sem páfinn
fyrirmunar að heyra Christí boðskap, svo það hefur eingan rétt til sáluhjálp-
ar fyrir trú?“88
A sögutíma íslandsklukkunnar var siðaskiptaskeiðið þegar að baki og rétt-
trúnaðartíminn tekinn við. Sú stefna kallaði einstaklinginn til mun virkari
Persónulegrar ábyrgðar og þátttöku í frelsun sinni en Lúther sem lagt hafði
aherslu á alveldi og náð Guðs eina í þessu sambandi. Jafnframt skipaði hið
réttláta endurgjald eða straffið mun hærri sess á rétttrúnaðartímanum en raun
hafði verið á hjá Lúther. Að loknu löngu sálarstríði sannfærðist hann um fyr-
lrgefandi kærleika Guðs. Á rétttrúnaðartímanum var þyngri áhersla aftur á
rnóti lögð á réttlæti Guðs sem endurgeldur hverjum og einum - og jafnvel
heilum þjóðum - í réttu hlutfalli við hugarfar og verk. Þetta einkenni rétttrún-
aðarins kemur glöggt fram bæði hjá biskupsfrúnni og dómkirkjuprestinum.
Frúin segir m. a.:
Ég veit það ... að jafnan leggur drottinn líkn ineð þraut... Þeim sem rata í óhamíngju gefur
hann sálarstyrk. En við verðum framar öðru að varast hættur af því tagi þar sem forherðíng
sálarinnar kemur í stað líknar frá drotni, fyrirlitníng fyrir guði og mönnum, jafnvel foreldr-
um sínum, í staðinn fyrir auðmjúkt hjarta... Já við mennimir skiljum ekki drottin ... o|
þessi þjóð hefur án efa lifað í andvaraleysi á umliðnum öldum og afplánar nú sitt straff...'
Dórnkirkjupresturinn dóserar víða í sama dúr: „Ein er mynd mynda og það
j-r lífsmynd vor, sú er vér sjálfir gerum. Aðrar myndir eru góðar ef þær sýna
hvar oss sé áfátt og hvemig vér getum bætt vorn líinað.“90
á öðrum stað:
Hver og einn kveinar við sinn herra og allir fyrir sjálfum sér, og þó vitum vér að alt sem
fram kemur við oss, ilt og gott, orsakast í oss sjálfum... Það er ekki manna að aflétta
nauð þeirrar þjóðar sem drottinn vill aga með sínu réttlæti: hún biður um þá hluti sem
ekki fást fyrir bænarstað nokkurs manns uns straff er fram komið fyrir hennar illu verk.
Inexorabilia er hennar líf.91
. essi stef má öll rekja til stefna og strauma sem uppi voru á sögutíma verks-
jns og hafa átt sér málsvara hér á landi líkt og annars staðar í hinum lútherska
leirni. Loks má benda á að sá þjóðfélagsskilningur sem rétttrúnaðinum var
Samfara kemur glögglega fram í íslandsklukkunni. Má í því sambandi benda
f Pá kenningu að hverjum og einum beri að vera trúr í sinni köllun og hlýðinn
I eim valdsstéttum sem yfir hann voru settar. Þegar Guðríður úr Dölunum