Andvari - 01.01.2002, Page 122
120
HJALTI HUGASON
ANDVARI
hafi þeirrar 18. sem ætla má að sé raunsönn í öllum meginatriðum.117 Þannig
eiga flestir menningar- og guðfræðistraumar, trúarhugmyndir og trúarhættir
sem við sögu koma fullan þegnrétt á sögutímanum en hann einkenndist m. a.
af stöðugt skarpari skilum milli lútherskra og kaþólskra trúarhátta sem þó
spunnust enn saman með margvíslegu móti. Þegar um geistlegar sögupersón-
ur er að ræða halda sumar nöfnum sínum og kirkjusögulegu hlutverki. Má
þar nefna sr. Ólaf á Söndum, sr. Hallgrím Pétursson og Brynjólf biskup
Sveinsson. Aðrir eru færðir í stílinn eins og sr. Sigurður Jónsson á Presthól-
um, sem er persónugerður í sr. Halldóri, eða meistari Jón Vídalín sem varla
hefur þó léð biskupnum í Islandsklukkunni mikið af sínum persónulegu ein-
kennum. Aðrir eru skapaðir af meistaranum frá grunni en falla þó vel að
sögutímanum líkt og sr. Sigurður dómkirkjuprestur í Skálholti.
Við alla greiningu á verkinu hljóta lykilpersónurnar þrjár, Jón Hreggviðs-
son, Arnas Arnæus og Snæfríður Islandssól, að krefjast sérstakrar meðhöndl-
unar. Allar standa þær að vissu marki utan og ofan sögutímans þótt það eigi
frekast við um Snæfríði. Ekkert þeirra er þó svo skapað að einstaklingar af
holdi og blóði geti ekki hafa hugsað og trúað svipað og þau á sögutíma Is-
landsklukkunnar. Amas hefur hér mikla sérstöðu m. a. vegna hins tvíbenta
sambands síns við Ama Magnússon raunveruleikans. - Því sambandi má
raunar lýsa svo að til skamms tíma hafi Amas Arnæus verið öllu raunveru-
legri í hugum íslendinga en Árni Magnússon, þó nýlega útkomin ævisaga
þess síðarnefnda kunni að breyta þar einhverju um. - Margt bendir þó til að
þeir tveir séu í góðu kallfæri hvor við annan þegar um trúarhugmyndir er að
ræða. Heimildir um Jón Hreggviðsson raunveruleikans eru af of skomum
skammti til að nokkuð verði sagt um hugarheim hans. Líklegt er samt að Jón
Hreggviðsson íslandsklukkunnar hafi átt ýmsa skoðanabræður meðal þeirra
sem minnsta upplýsingu höfðu hlotið og stóðu höllustum fæti í samfélagi
sögutímans. Snæfríður er flóknasta persónan í þessu þríeyki sögunnar.
Kirkjusöguleg greining bætir væntanlega ekki miklu við skilning okkar á
hugarheimi hennar og tilfinningum. I því efni verðum við að leita til Islands-
klukkunnar einnar, enda stenst hún vel sem heill heimur sem er óháður sann-
fræði kirkjusögunnar þegar öllu er á botninn hvolft.