Andvari - 01.01.2002, Page 130
128
ARMANN JAKOBSSON
ANDVARI
Pressarinn og Jón prímus eru raunar báðir athafnamenn miðað við organist-
ann sem að eigin sögn situr á daginn og dreymir (23). Báðir eru þeir hins veg-
ar að dytta að hinu smáa fremur en að geysast um allt og fremja stórvirki.
Kannski væri réttnefni að kalla þessa arftaka organistans „kyrrsetumenn“.
Það sem þeir gera er ekki margt og athyglin beinist kannski þess vegna frem-
ur að því sem þeir segja. Eða öllu heldur felast aðgerðimar í orðunum.
Kannski er það vegna aðgerðaleysisins en organistinn leynir talsvert á sér.
Fyrstu gagnrýnendum Atómstöðvarinnar varð starsýnt á manngæsku hans og
mannvit, hreint hjarta, góðvild, hreinlífi, lífsgleði og fordómaleysi.5 Bók-
menntagagnrýnendur féllu flatir fyrir organistanum og þar af leiðandi er erf-
itt að finna umfjöllun um þessa persónu sem tekur nægilegt tillit til þess að
organistinn er stórhættulegur undirróðursmaður sem öllu snýr á haus. Hann
er maðurinn sem segir að það sé nautn að vera veikur og að kvöl og sæla
verði vart greind í sundur. Eru þessi orð hans til marks um góðvild og hrein-
lífi eða er maðurinn öfuguggi? Organistinn krefst frekari skoðunar.
2. Klámkjafturinn og kirkjan
Hvað gerir organistinn? Það sést býsna vel í fyrsta atriði Atómstöðvarinnar
sem hann er á sviðinu. Það er jafnframt lengsta atriðið sem organistinn er í.
Eitt af því fyrsta sem hann segir er: „Eg veit ekki hvað er merkilegt ef ekki
að hitta stúlku sem aðhyllist lúterstrú ... Það hefur aldrei komið fyrir mig áð-
ur“ (20). Ugla hváir að vonum. Hún veit það sama og lesendur sögunnar, að
þorri Islendinga er skírður og fermdur til evangelísk-lúterskrar trúar. Forvitni
og hreinskiptni einkenna Uglu þannig að hún spyr strax: „Lúter ... Er hann
ekki okkar?“ Þá svarar organistinn:
Eg veit ekki ... Ég hef aðeins þekt einn mann sem las Lúter, hann var sálfræðíngur og
var að skrifa vísindarit um klám. Lúter er nefnilega talinn klæmnasti rithöfundur heims-
bókmentanna. Fyrir nokkrum árum, þegar þýdd var eftir hann ritgerð um páfagreyið,
fékst hún hvergi prentuð af velsæmisástæðunr. (20)
Þó að organistinn virðist aðgerðalítill og jafnvel passífur kyrrsetumaður er tal
hans býsna ágengt og raunar í hróplegri mótsögn við allt fas hans og hreyf-
ingar. Tal hans um klám Lúters minnir raunar á að Halldór Laxness sjálfur
var oft kallaður klámfenginn rithöfundur á blómaskeiði sínu og Jónas Jóns-
son frá Hriflu taldi hann helsta boðbera „klám- og kynórastefnunnar“ í bók-
menntum.6 Ekki má heldur gleyma því að Halldór Laxness var lítill aðdáandi
Lúters.7 Adeila organistans virðist þannig beinast að hvorutveggja, Lúter og
viðhorfum þess samfélags sem úrskurðar um hvað sé klám.
Með því að koma á óvart í tali sínu og stuða viðmælandann er organistinn