Andvari - 01.01.2002, Page 141
andvari
NIETZSCHE í GRJÓTAÞORPINU
139
Eftir langan millikafla í sveitinni kemur Ugla aftur til organistans eftir langt
hlé og hann er þá róttækur sem aldrei fyrr og fellir áfellisdóm yfir hetju-
skapnum.29 Daginn eftir vaknar Ugla og þá er organistinn tekinn að sinna
rósum sínum og segir hin fleygu orð: „Við erum öll næturgestir í ókunnum
stað. En það er yndislegt að hafa farið þessa ferð.“ (214) Organistinn dregur
fram eigin hverfulleik og annarra en um leið að maðurinn sé aðeins millibils-
ástand. Skömmu síðar kemur fram að hann er „[gjrannur veikbygður maður;
eftilvill gekk hann ekki heill til skógar“ (220).20 Hann færir Uglu fé til að
leysa unnusta sinn úr haldi, reynist hafa selt húsið og er á sömu leið og blóm-
m: „Blómin eru ódauðleg ... Þú klippir þau í haust og þau vaxa aftur í vor, -
einhversstaðar.“ (220)
Þannig hverfur organistinn úr sögunni, orðinn fulltrúi blómanna sem koma
aftur og munu jafnvel vaxa á rústum borga sem hafa hrunið í atómstríði.
Hann er í sögulok einna líkastur náttúruafli. Náttúran hefur ekki kraft til að
streitast á móti mannfélaginu, hvort sem það er glæpafélag eða ekki. Tré
svara ekki í sömu mynt þegar þau eru felld. Blóm má slíta upp, jörð má slétta,
heilu sveitunum má sökkva. En samt er náttúran sterkari en mannfélagið og
kemur aftur þegar mannfélagið hefur eytt sjálfu sér. Mýkt organistans er
styrkur hans, eins og mýkt náttúrunnar. Þannig er hann bæði feigur og ófeig-
Ur j sögulok. Hann er viðkvæmur en um leið ódrepandi.
I Atómstöðinni er organistinn harðasti gagnrýnir samfélagsins, ákærandi
þess og dómari en ekki böðull. Þess háttar byltingarsinni er organistinn ekki.
Hann er einnig með eigið samfélag inni í samfélaginu, eigin fjölskyldu sem
er hliðstæð hinni borgaralegu Árlandfjölskyldu. Fjölskylda hans eru þjófar,
ntellur og háskagripir með morðingjaaugu en samt er siðferðið þar engu síðra
en annarsstaðar. Organistinn er miðdepill þessa samfélags en þó ekki háður
því. Búi Árland, fjölskylda hans og félagar heyra til glæpafélaginu sem
^tjórnar samfélaginu. Guðirnir tilheyra atómbombunni. Faðir Uglu er í sveit-
mni. Organistinn er alveg sjálfstæður. Hann er á sinn hátt kennari Uglu og
uppalandi og að lokum hálfgerður guðúrvélinni í lífi hennar en stjórnar henni
ekki og lýtur sjálfur ekki stjórn neins nema náttúrunnar.
Atómstöðin er oft talin pólitískasta bók Halldórs Laxness og er iðulega
nefnd sérstaklega sem dæmi um að stjórnmálin hafi stundum tekið völdin af
hstinni hjá skáldinu. Því fer þó fjarri. Bæði pólitískir andstæðingar skáldsins
°g pólitískir fylgismenn hans hafa hins vegar túlkað söguna á afar pólitískan
hátt.31 Atómstöðina má vitaskuld lesa sem eins konar pólitíska skýrslu.
Eeinamálið og sala landsins yfirskyggja þá alveg aðra atburði sögunnar. Sú
adeila sem skiptir máli í Atómstöðinni snýst hins vegar ekki um menn og
rnhlefni 5. áratugarins, ekki einu sinni um heim kjarnorkusprengjunnar, held-
Ur um vestrænt siðferði seinustu alda, forsendur þess og siðferðishugmyndir
almennt. Sagan er þannig miklu stærri en hún sýnist vera.