Andvari - 01.01.2002, Síða 151
andvari
ER HÆGT AD LEIKGERA LAXNESS?
149
Næst kemur leikgerð Bríetar Héðinsdóttur sem var frumsýnd undir stjóm
hennar sjálfrar hjá Leikfélagi Akureyrar 7. október 1982. Hún var sýnd 17
sinnum og einu sinni í Þjóðleikhúsinu síðar um haustið. Kvikmyndin Atóm-
stöðin var frumsýnd í Reykjavík 3. mars 1984. Leikstjóri var Þorsteinn Jóns-
son sem skrifaði einnig handrit ásamt Ömólfi Ámasyni og Þórhalli Sigurðs-
syni. Þriðja sviðsgerðin var frumsýnd í sænska þjóðleikhúsinu 31. janúar
1987. Höfundur hennar og leikstjóri var Hans Alfredson, einn af fjölhæfustu
leikhúsmönnum Svía, þó að þekktastur hafi hann sjálfsagt verið sem gaman-
leikari og revíusmiður. Þessi sýning, sem nefndist En liten ö i havet (Smáey
úti í hafi), var frábrugðin hinum tveimur að því leyti að hún var í söngleiks-
formi, en samkvæmt handriti leikhússins var söngvunum einungis fléttað inn
á milli atriðanna.
Skáldsagan Atómstöðin
Nú verður víst ekki hjá því sveigt, áður en lengra er haldið, að fara nokkrum
°rðum um skáldsöguna. Atómstöðin (1948) er sjálfsagt í hugum flestra póli-
tískasta skáldverk höfundar. Þar er m. a. fjallað um samtímaviðburði sem
höfðu þá nýlega skekið hugi manna: Keflavíkursamninginn frá 1946 og hin
hörðu viðbrögð við honum. Fléttar skáldið þar inn í kostulega skopstælingu
á Hutningi þess sem fróðir menn töldu líkamsleifar Jónasar Hallgrímssonar
Ur Assistens-kirkjugarðinum í Kaupmannahöfn og opinberri jarðsetningu
þeirra á Þingvöllum sama ár. Halldór var jafnan mikill meistari satírunnar og
heinafarsinn í Atómstöðinni er eitt af meistaraverkum hans á því sviði, enda
efnið þakklátt sem veruleikinn lagði honum í hendur.
En Atómstöðin snýst um margt annað en pólitík, raunar liggur mér við að
halda því fram að hún snúist minnst um pólitík. Hún er umfram allt þroska-
saga Uglu, ungrar sveitastúlku norðan úr landi sem segir söguna í fyrstu per-
sónu og var það í fyrsta sinn sem Halldór beitti því bragði í stórri skáldsögu.
Egla kemur til höfuðstaðarins og kynnist þar nýjum hugsunarhætti og allt
ar>nars konar mannlífi en því sem hún er alin upp við í sveitinni sinni þar sem
aIlt hefur verið í föstum skorðum um aldir. Hún fer suður að læra orgelleik
l'l að geta leikið á orgelið í kirkjunni heima og ræður sig í vist á einu
’>finasta“ heimili bæjarins, hjá dr. Búa Árland, alþingis- og kaupsýslumanni,
. ú hans og fjórum börnum. Doktorinn er einn af mestu áhrifamönnum lands-
lns, einkum þó á bak við tjöldin; það eru aðrir sem sjá um almenning, svo
Sem forsætisráðherrann, mágur Búa Árlands, pólitískur loddari sem margir
niunu hafa talið skrípamynd af Ólafi Thors. Með því að sviðsetja söguna á
sh'ku heimili fær höfundur tækifæri til að búa til nærmynd af því baktjalda-
^nakki sem hann og fleiri töldu hafa tengst herstöðvarsamningnum. í Átóm-