Andvari - 01.01.2002, Qupperneq 152
150
JÓN VIÐAR JÓNSSON
ANDVARI
stöðinni sannaðist hið fornkveðna að þar kló sá er kunni, því að íslenskir
hægrimenn hafa átt ákaflega erfitt með að fyrirgefa Halldóri Laxness þessa
bók. Kristján Albertsson sá t. d. ekkert nema pólitíkina í henni og kallaði hana
„skítugan leir“ sem frægt er orðið.
Dr. Búi Arland er gáfað glæsimenni, gæddur miklum persónutöfrum, en
fjölskyldan er í upplausn. Elsti sonurinn, Arngrímur, er á góðri leið með að
verða drykkjusjúklingur, elsta dóttirin, Guðný, komin út í ástarlíf sem er ekki
beinlínis í samræmi við borgaralegar dyggðir. Börnunum er ekki sinnt, yngri
sonurinn fær að iðka skemmdarverk úti í bæ athugasemdalaust, matráðskon-
an, sem er í sértrúarsöfnuði, er látin annast uppeldi yngri dótturinnar. Hjóna-
band Arlands-hjónanna er á fallanda fæti; undir fáguðu yfirborði ólga ást-
leysi og hatur. Þetta kemur berast fram í stuttu en ógnvekjandi atriði, sem
Ugla verður vitni að eina nóttina, þegar frú Arland tryllist og fær æðiskast
við mann sinn.10 Annars er lýsing frú Arland mjög á skoplegum nótum, hún
er hrokafull, sjálfumglöð og virðist ekki stíga í vitið, sbr. þau orð hennar að
hún þoli ekki menntunarsvip á stúlkum, sjálf hafi hún stúdentspróf en það
sjái enginn." Það er því ekki kynlegt þó að hlýir straumar taki, eins og öllu
er háttað, að berast á milli doktorsins og nýju vinnustúlkunnar. Lýsingin á
Búa Árland sjálfum og því kalda og kærleikslausa fjölskyldulífi, sem þarna
er lifað, er ákaflega mögnuð; hafi skáldinu í annan tíma tekist betur að sam-
þætta satíru og harmleik man ég þau dæmi ekki.
Andstæða Árlands-heimilisins er hús organistans, kennara Uglu. Þar kynn-
ist hún fólki sem er flest utangarðs við hið borgaralega mannfélag, þó að
sumir reyni að hirða molana af borðum ríkismannanna með miður geðugum
aðferðum. En organistinn dæmir engan; hann er hátt hafinn yfir smáborgara-
legt siðamat, hæðist aðeins góðlátlega að hræsni og skinhelgi yfirstéttarinn-
ar. Hann stendur utan allra flokka og safnaða, hvers kyns viðleitni til að reyna
að bæta heiminn er honum víðs fjarri, hann talar gjarnan í ögrandi þverstæð-
um og kaldhæðnislegum hálfkæringi, veröldin verður einfaldlega að fá að
fara sína leið. Þó má greina undir niðri nógu mikla alvöru, að maður segi ekki
sársauka, til að taka hann alvarlega og trúa á áhrifavald hans. Um hús hans
og aldraðrar móður hans, sem er horfin inn í eigin veröld friðsælla elliglapa,
ganga bóhemískir listamenn, gáfaðir alþýðumenn og smákrimmar, að
ógleymdri kanamellunni Kleópötru. Hún er fulltrúi þeirra kvenna sem lifa af
líkama sínum í þjóðfélagi þar sem karlar ráða lögum og lofum. Annar fasta-
gestur er „feimna lögreglan" sem Ugla eignast í fyllingu tímans bam með.
Bygging Atómstöðvarinnar einnkennist mjög af því að hvarflað er á rnilh
húss organistans og húss Búa Árlands. Þessi tvö hús eru aðskildir heimar, þ°
að sumir heimagangar organistans hafi að vísu leynileg og æði gruggug sarn-
bönd „upp á við“. Öðru hverju gefur útsýn í fleiri áttir, t.d. kynnist Ugla ungu
pari úti í mjólkurbúð, þau eru virk í kommúnistaflokknum og fara að lokum