Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2002, Page 154

Andvari - 01.01.2002, Page 154
152 JÓN VIÐAR JÓNSSON ANDVARl kveðjast.12 Þegar upp er staðið vegur tómhyggjutal hans lítt hjá því að það er hann sem sýnir í verki þann kærleika sem, með orðum postulans, leitar ekki sín eigins. Eitt af því sem skilur á milli hinna tveggja „heima“, sem mynda andstæða póla í lífi Uglu, er að í húsi organistans er eins og tíminn sé varla til. Þar „ger- ist“ fátt annað en það að hið skrautlega lið gengur út og inn og organistinn ræðir lífið og tilveruna. Afleiðingin er sú að „heimi“ organistans er mjög vandlýst á leiksviði þar sem langar rökræður fram og aftur geta aldrei orðið ýkja spennandi. Allt öðru máli gegnir um hús Búa Arlands sem er í beinum tengslum við það sem Snæfríður Islandssól kallaði „vettváng dagsins". Ekki er nóg með að örlög þjóðarinnar ráðist þar í reykmettuðum bakherbergjum, þar birtist „ástmögur þjóðarinnar“ einnig á miðilsfundum og vill láta flytja bein sín heim. Eftir að frúin er farin til Ameríku og Uglu er falin umsjá húss- ins, fer allt á hvolf á meðan húsbóndinn skreppur til útlanda, húsið fyllist af gestum barnanna sem hefja villt samkvæmislíf uns Guðný verður bamshaf- andi af völdum harðgifts útlendings sem vill að sjálfsögðu ekkert með hana hafa. Ugla, sem er nú orðin trúnaðarmaður Guðnýjar, er svo barnaleg að halda að faðir hennar muni líða slíkt, en þegar hann kemst á snoðir um þung- unina fer hann með dóttur sína beint í fóstureyðingu. Er það atriði, þegar Guðný kemur heim eftir aðgerðina og leitar skjóls hjá Uglu, eitt hið átakan- legasta í verkinu og viðurstyggð aðgerðarinnar dregin fram á svo nakinn hátt að naumast mun falla í kramið hjá talsmönnum frjálsra fóstureyðinga. Sjálf ætlar Ugla vitaskuld að eiga sitt bam; það er að vísu ekki til nein vöggustofa í Reykjavík, enda slík fyrirtæki ekki á forgangslista hjá ráðandi öflum í land- inu. En hún á athvarf hjá pabba og mömmu norður í landi, í sveitinni góðu sem er að líða undir lok. í ólíkum afdrifum þessara tveggja þungana kristallast andstæður verksins: lífstrú og kjarkur sveitastúlkunnar annars vegar, hins vegar sálardauði og sið- ferðisuppgjöf borgarastéttarinnar. Hver veit nema hægt væri að semja áhrifa- mikið leikrit upp úr Atómstöðinni með örlög þessara tveggja lífa í sjónar- miðju og lyfta hinni ógæfusömu borgarastúlku í forgrunn ásamt sveitastúlk- unni sem játast lífinu, áhættum þess og möguleikum. Enginn þeirra leik- gerðasmiða, sem átt hafa við Atómstöðina, hefur þó hætt á neitt slíkt. Leikgerðirnar Ef við byrjum á elstu leikgerðinni, Norðanstúlkunni, þá er leið hennar í einu og öllu raunsæisleg. Leikurinn er samsettur af tuttugu atriðum (þau eru nefnd „myndir“ þó að fljótt á litið sé lítið myndrænt við þau) sem er hvert um sig staðsett kirfilega í tíma og rúmi. Nokkuð er þó um að skipt sé um stað innan
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.